Sveitalubbi fer í framboð Kristín Elfa Guðnadóttir skrifar 30. maí 2014 14:02 Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég er óttalegur sveitalubbi en hef samt ekki búið lengur í sveit en sumarlangt. Mér finnst sveitin yndisleg og kyrrlát. Mér finnst skemmtilegra að liggja hjá litlum læk en fara í bíó. Ég vil heldur djöflast í heyskap en hlaupa maraþon. Ég vil frekar anda að mér hrossataðslykt en verja síðdegi á ilmvatnsbarnum í Hagkaup, efri hæð. Allir barir og bjórar heims blikna hjá stjörnubjartri vetrarnótt utan bæjarmarkanna. Samt elska ég Reykjavík svo mikið að ég hef samið um hana heilu drápurnar. Hún er full af fólki, augnablikum, litum. Og því miður: Eymd. Ekki sams konar eymd og kálfurinn minn hún Skutla upplifði þegar ég gaf henni pelamjólk í staðinn fyrir að skutla henni á spena eins og hún átti von á. Eða eymdina sem umlukti mig þegar ég fann ekki Skutlu mína einn daginn en rakst svo utan í afskorinn hausinn af henni þegar ég þreifaði mig eftir rennibekknum í rökkrinu inni á verkstæði. Frekar þessi vonleysislega eymd sem ýlfrar: Það hlustar enginn á mig. Ég elska Reykjavík en ég er ekki alltaf dús við hana. Hvers vegna eru svona margir Reykvíkingar í þeim sporum að eygja litla sem enga von um að nokkurn tímann verði hlustað á þá? Sem sveitalubbi get ég ekki sætt mig við það enda fékk ég haminn af Skutlu með heim um haustið til að súta hann. Enginn er dauður fyrr en hann er dauður og jafnvel ekki þá. Við getum og eigum að hjálpa fólki til upprisunnar sem felst í valdeflingu, hlustun, raunverulegum lýðræðisúrbótum. Það vilja Píratar allra helst fyrir Reykjavík.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun