Traust Gísli H. Halldórsson skrifar 30. maí 2014 12:23 Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Vestfirðir Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Það tekur langan tíma að skapa sér traust, ekki síst á vettvangi stjórnmálanna. Allt frá árinu 2006 hef ég starfað sem bæjarfulltrúi fyrir Ísafjarðarbæ. Á þeim tíma hef ég með störfum mínum og formennsku í helstu nefndum bæjarins öðlast mikla og dýrmæta reynslu og þekkingu á störfum bæjarstjórnar og stjórnsýslu Ísafjarðarbæjar. Á sama tíma hef ég náð að byggja upp traust, bæði meðal pólitískra samherja og andstæðinga, nægilegt traust meðal mótherja minna til margra ára til þess að þeir kjósi að gera mig að bæjarstjóraefni í kosningunum á laugardag.Fögur fyrirheit Það er auðvelt að gefa loforð og fögur fyrirheit. Þegar allt kemur til alls snúast sveitarstjórnarkosningarnar þó fyrst og fremst um að trúa fólki fyrir því að bregðast af skynsemi og yfirvegun við breytilegum og ófyrirséðum aðstæðum á komandi árum. Það getur enginn lofað því að grasið verði alltaf grænt og allt leiki í lyndi. Það getur enginn lofað því að ytri efnahagsaðstæður verði alltaf eins og best verður á kosið. Það verður að treysta því að kjörnir fulltrúar bregðist rétt við aðstæðum.Í blíðu og stríðu Það sem skiptir máli er að fólkið sem situr við stjórnvölinn standi óhaggað með hagsmunum bæjarbúa í blíðu og stríðu – láti ekki mótbyr, háreisti eða sérhagsmuni villa sér sýn á erfiðum tímum. Það skiptir máli að þeir sem þú kýst séu það sem þeir segjast vera og að þú getir treyst því að þeir vinni í þágu allra bæjarbúa. Með Örnu Láru, oddvita Í-listans, hef ég átt gott samstarf í bæjarráði á liðnu ári, svo gott að fullt traust ríkir á milli okkar. Á Í-listanum er góð blanda af fólki með mikla reynslu á mörgum sviðum og góðan vilja. Með flestu af þessu fólki hef ég unnið í gegnum tíðina – og gengið það vel. Við höfum skipst á skoðunum og komist að niðurstöðu.Heilindi Ég tel mig með mína reynslu eiga fullt erindi í embætti bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar á næsta kjörtímabili. Ég tel mikilvægt að sú reynsla verði nýtt í þágu bæjarbúa með þeim hætti. Ég legg þessa ákvörðun í ykkar hendur kæru kjósendur. Samherjum mínum í Í-listanum treysti ég fullkomlega til að vinna af heilindum, ásamt mér, að velferð Ísafjarðarbæjar. Ég bið um traust ykkar í sveitarstjórnarkosningunum laugardaginn 31. maí. Kjósið Í-listann og þá get ég, ásamt því góða fólki, veitt sveitarfélaginu forystu til næstu fjögurra ára, annars ekki.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun