Ég valdi Garðabæ! Björn Þorfinnsson skrifar 30. maí 2014 11:37 Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Fyrir rúmu ári síðan flutti ég með fjölskyldu mína í Garðabæ. Ég valdi Garðabæ vegna þess að hér taldi ég kjörinn stað til að skjóta rótum og það umhverfi sem Garðabær hefðu uppá að bjóða væri það besta sem fyrir fyndist. Hér er falleg náttúra, öflugt íþróttastarf, virk félagasamtök, góðir skólar og ábyrg fjármálastjórn. Ég hafði ekki tekið þátt í pólitísku starfi af krafti áður en lét slag standa þegar leitað var til mín um sæti á lista Framsóknar fyrir kosningarnar á laugardaginn. Ég vildi hafa áhrif og taldi að hér gæfist kjörið tækifæri til að kynnast málum bæjarins betur og leggja mitt lóð á vogaskálarnar fyrir betri Garðabæ. Hér þarf að huga að framtíðinni. Hvernig bærinn okkar mun líta út eftir 10-20 ár, hvernig er íbúamynstrið til langs tíma og hver eru sóknarfærin til að laða að nýja íbúa í bæinn. Hvar væri ákjósanlegast að byggja upp og hvernig byggð hentar best ? Garðaholtið er kjörinn staður til að mynda nýja byggð, byggð til framtíðar sem kemur til móts við þarfir allra aldurs- og samfélagshópa. Framsókn hefur það á sinni stefnuskrá að strax eftir kosningar verði farið í hönnunarsamkeppni um nýtt skipulag á Garðaholti. Þar væri kjörið að myndi rísa 3-4000 íbúa byggð. Byggingarlandið er kjörið og í eigu bæjarins. Ný byggð þarna myndi tengja bæjarhlutana saman, laða til sín nýja íbúa og gefa ungu fólki tækifæri til að kaupa sína fyrstu eign. Samgöngur virðast líka á nokkrum stöðum ganga frekar brösuglega fyrir sig. Umferðahnútar sem enginn virðist vilja leysa leynast á nokkrum stöðum. Á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar er allt í hnút. Ég hef lesið mig til um nokkrar tillögur sem lagðar hafa verið fram um þessi gatnamót. En samt virðast sem engin lausn sé í sjónmáli. Hér þarf að setjast strax niður með Vegagerðinni finna lausn og koma síðan inn á samgönguáætlun . En ekki eru allir á bíl, æ fleiri ganga og hjóla. Stígakerfið má bæta og tengingar við úthverfin og strætósamgöngur almennt innanbæjar þarf að setja í forgang svo strætó verði raunverulegur ferðamáti innan Garðabæjar. Kæri Garðbæingur. Ég sé ekki eftir því að hafa tekið sæti á listanum. Með mér á listanum er öflugt fólk sem er fullt af eldmóði í að vinna fyrir Garðbæinga. Við óskum eftir atkvæði þínu svo rödd okkar muni heyrast næstu fjögur árin og framtíðarbærinn Garðabær verði ákjósanlegur kostur fyrir íbúana og þá sem hingað vilja koma eins og ég.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar