Eru vinstri grænir, hægri grænir? Kjartan Due Nielsen skrifar 30. maí 2014 11:22 Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ó-samráð í skólamálum Það er ekki eins og Sjálfstæðisflokkurinn hafi staðið sem vel að halda lýðræðinu á lofti í Mosfellsbæ. Málefni grunnskólanna hefur verið mikið í umræðunni, sem er ekki skrítið þar sem ástandið er komið í mikið óefni og færanlegar kennslustofur fylla útisvæði skólanna. Stefnuleysi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er í raun ótrúlegt, þar sem allar spár um íbúaþróun hafa lengið legið fyrir og langt síðan það stefndi í óefni. Íbúar kvarta yfir samráðsleysi og einhliða ákvarðanatöku. Og nú þykjast þessir flokkar ætla að hysja upp um sig buxurnar. Það er ekki trúverðulegt. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum byggja skóla miðsvæðis í bænum, sem varanlega lausn á húsnæðisvandanum, og við viljum gera það í alvöru samráði við íbúa og aðra hlutaðeigandi.Ó-gegnsæ upplýsingastefna Samkvæmt lýðræðisstefnu bæjarins sem samþykkt var 2011 átti að móta verkferla til að auka aðgang íbúa að gögnum og upplýsingum. Þessu hefur ekki verið sinnt. Þá kveður stefnan einnig á um að umræður á fundum bæjarstjórnar skuli gerðar aðgengilegar á vef bæjarins en mikill misbrestur hefur verið á því. Samfylkingin talar skýrt í þessum málum. Við viljum opna stjórnsýsluna með því hafa bæjarstjórnarfundi í beinni útsendingu og auka þannig upplýsingastreymi og aðhald að kjörnum fulltrúum. Einnig viljum við að öll gögn sem liggja til grundvallar almennum ákvörðunum verði aðgengileg á vef bæjarins.Martröð lýðræðisins Nýleg skoðanakönnun fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Mosfellsbæ gefur til kynna að Sjálfstæðisflokkurinn fá 55,7% atkvæða og 7 af 9 bæjarfulltrúum. Þetta er 78% bæjarfulltrúa þrátt fyrir miklu minna kjörfylgi. Slíkt einræði er engu samfélagi gott. Sporin hræða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur stundað sýndarsamráð í skólamálum og ekki opnað stjórnsýsluna eins lofað var fyrir síðustu kosningar. Það eru bara tvö dæmi. Og það er heldur ekki neinu samfélagi gott að sami flokkur ráði lögum og lofum í 16 ár samfleytt.Eru vinstri grænir, hægri grænir? Allt hefur bent til þess að Sjálfstæðisflokkurinn myndi velja að vera í áframhaldandi meirihlutasamstarfi með Vinstri grænum. VG finnst gott að hvíla í handarkrika Sjálfstæðisflokksins. Sjálfstæðisflokknum finnst gott að hafa með sér leiðitamann flokk sem tryggir meirihlutann ef þörf er á. Viðbrögð oddvita flokkanna við skoðanakönnuninni staðfestu það. Maður veltir því fyrir sér hvort vinstri grænir, séu hægri grænir. Það er óhætt að segja að atkvæði til VG sé í raun atkvæði til Sjálfstæðisflokksins.Ákall til Mosfellinga Í ofangreindri skoðanakönnun fengi Samfylkingin 1 bæjarfulltrúa og VG 1 fulltrúa. Önnur framboð ná ekki manni inn. Það er ljóst að auðu atkvæðin eru lýðræðinu dýrkeypt og einnig þau atkvæði til þeirra framboða sem ekki ná manni inn. Það er nauðsynlegt að kjósendur bregðist við og tryggi að Sjálfstæðisflokkurinn verði ekki einráður í bæjarstjórn Mosfellsbæjar. Og ekki eru atkvæði til VG lýðræðinu neitt skárri. Ég skora á kjósendur í Mosfellsbæ að kynna sér stefnumál Samfylkingarinnar og efla rödd flokksins í bæjarstjórn.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar