Heilsa

Krassandi kræsingar

Sigga dögg kynfræðingur skrifar

Það hefur skapast ákveðin hefð, t.d. í gæsunum og steggjunum, fyrir því að hafa kynferðislegar skírskotanir, bæði í skreytingum, leikjum og mat, í gæsunum og steggjunum. Þessar útfærslur á kynferðislegum tengingum þurfa ekki að vera kostnaðarsamar og reynir í raun meira á hugvit viðkomandi frekar en budduna.

 

Þessar kræsingar þurfa ekki að einskorðast við gæsanir eða steggjanir og geta eflaust verið góður ísbrjótur í hvaða veislu sem er.

Það er lítið mál að gera typpi úr uppáhalds brauðuppskriftinni sinni

Það er til dæmis hægt að baka brauð sem hægt er að móta sem typpipíkubrjóst og rass.

 

Skemmtilega marglit píkukakaSkjáskot

Þegar baka skal kynfæraköku þá skiptir bara máli að vera með góða uppskrift að grunnköku sem hægt er að skera til. Hægt er að hafa kökuna annað hvort með ljósum svampbotni, rauðum flauelsbotni (red velvet) eða hefðbundna skúffuköku

 

Bollakökur henta vel til að bjóða upp á allskyns skreytingar í sömu veislunni, t.d. brjóst og píkur eða typpi og sáðfrumur.

 

Þá er engin skylda að þetta sé kaka því hægt er að gera vatnsdeigsbollur eða kleinuhringi.

 

Píkukökur hafa sótt í sig veðrið nýverið og er hægt að fá sérstaka kökubók eingöngu tileinkaða píkukökum. Þessar kökur hljóta að lenda bráðum í bakaríium um allt land.

Þá er það kremið. Hægt er að kaupa litað súkkulaði sem má bræða yfir vatnsbaði og húða kökuna eða hella yfir hana og svo má rúlla og leira úr sykurmassa til að skreyta kökuna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×