Aron: Leystum þetta lengst af vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. júní 2014 21:01 Aron Kristjánsson og lærisveinar hans í íslenska landsliðinu töpuðu fyrir Bosníu í kvöld. Vísir/Getty "Við lentum aðeins undir í byrjun fyrri hálfleiks, en komum til baka og vorum yfir í hálfleik. Við vorum með góða stjórn á leiknum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Vísi eftir eins marks tap Íslands, 33-32, fyrir Bosníu í Sarajevó í kvöld. "Við náðum góðu fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en svo fórum við að tapa of mörgum boltum og fengum alltaf hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það er dýrt að gera svona mörg mistök í jafn mikilvægum leik sem þessum. "Við vissum að ef við næðum ekki að ljúka sóknunum okkar nægjanlega vel, þá myndu þeir refsa með hraðaupphlaupum sem og þeir gerðu. Þeir gerðu þetta vel og komu miklum þrýstingi á okkur og við megum vinna varnarvinnuna betur í seinni leiknum," sagði Aron, en allar aðstæður voru Bosníumönnum í hag í leiknum í kvöld. "Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og við að fengjum ekki neitt hjá dómurunum, en mér fannst við leysa þetta lengst af vel. Svo náðu þeir þessu áhlaupi í seinni hálfleik sem var okkur dýrt. "Þeir voru komnir 2-3 mörkum yfir í lokin og miðað við stemmninguna hjá þeim hefði sá munur getað aukist, en við sýndum góðan leik síðustu mínúturnar og náðum að minnka muninn í eitt mark fyrir leikslok. "Við skorum 32 mörk á útivelli, en við þurfum að verjast hraðaupphlaupunum þeirra betur og við megum bæta varnarleikinn. Við eigum að vera betri en þetta, að ná að loka leiknum þegar við erum komnir fjórum mörkum yfir" sagði Aron, en það er allt opið fyrir seinni leikinn sem fer fram í Laugardalshöll 15. júní næstkomandi. "Þetta var bara fyrri hálfleikur, við erum búnir að fara á erfiðan útivöll þar sem aðstæðurnar voru þeim í hag. Við eigum eftir að mæta þeim í Höllinni og við vonumst til að áhorfendur fjölmenni á leikinn og hjálpi okkur áfram. "Við þurfum að vinna upp eitt mark og nú þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir seinni leikinn og klára hann," sagði Aron að endingu. Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
"Við lentum aðeins undir í byrjun fyrri hálfleiks, en komum til baka og vorum yfir í hálfleik. Við vorum með góða stjórn á leiknum," sagði landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson í samtali við Vísi eftir eins marks tap Íslands, 33-32, fyrir Bosníu í Sarajevó í kvöld. "Við náðum góðu fjögurra marka forskoti í seinni hálfleik, en svo fórum við að tapa of mörgum boltum og fengum alltaf hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það er dýrt að gera svona mörg mistök í jafn mikilvægum leik sem þessum. "Við vissum að ef við næðum ekki að ljúka sóknunum okkar nægjanlega vel, þá myndu þeir refsa með hraðaupphlaupum sem og þeir gerðu. Þeir gerðu þetta vel og komu miklum þrýstingi á okkur og við megum vinna varnarvinnuna betur í seinni leiknum," sagði Aron, en allar aðstæður voru Bosníumönnum í hag í leiknum í kvöld. "Við vissum fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur og við að fengjum ekki neitt hjá dómurunum, en mér fannst við leysa þetta lengst af vel. Svo náðu þeir þessu áhlaupi í seinni hálfleik sem var okkur dýrt. "Þeir voru komnir 2-3 mörkum yfir í lokin og miðað við stemmninguna hjá þeim hefði sá munur getað aukist, en við sýndum góðan leik síðustu mínúturnar og náðum að minnka muninn í eitt mark fyrir leikslok. "Við skorum 32 mörk á útivelli, en við þurfum að verjast hraðaupphlaupunum þeirra betur og við megum bæta varnarleikinn. Við eigum að vera betri en þetta, að ná að loka leiknum þegar við erum komnir fjórum mörkum yfir" sagði Aron, en það er allt opið fyrir seinni leikinn sem fer fram í Laugardalshöll 15. júní næstkomandi. "Þetta var bara fyrri hálfleikur, við erum búnir að fara á erfiðan útivöll þar sem aðstæðurnar voru þeim í hag. Við eigum eftir að mæta þeim í Höllinni og við vonumst til að áhorfendur fjölmenni á leikinn og hjálpi okkur áfram. "Við þurfum að vinna upp eitt mark og nú þurfum við bara að undirbúa okkur vel fyrir seinni leikinn og klára hann," sagði Aron að endingu.
Íslenski handboltinn Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira