Handbolti

Guðjón Valur með gegn Portúgal í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson er á skýrslu.
Guðjón Valur Sigurðsson er á skýrslu. Vísir/Stefán
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari í handbolta, spilar á sínu sterkasta liði í vináttulandsleiknum gegn Portúgal sem fram fer í Austurbergi í Breiðholti í kvöld.

B-liðið tapaði fyrir Portúgal í gær að Varmá í Mosfellsbæ en nú koma inn í liðið allir helstu lykilmenn lisðins. Ísland vann fyrsta leikinn á Ísafirði á sunnudaginn.

Guðjón Valur Sigurðsson, sem spilaði úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Flensburg á sunnudaginn, er á skýrslu í kvöld en Aron Pálmarsson er fjarverandi.

Hornamðurinn Bjarki Már Elísson, sem hefur verið markahæsti leikmaður Íslands í báðum leikjunum við Portúgal, heldur sæti sínu í hópnum en Stefán Rafn Sigurmannsson hvílir í kvöld.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30. Miðaverð er kr. 1500 og er frítt fyrir 14 ára og yngri á leikinn og opnar miðasalan kl.17 í Austurbergi.

Hópurinn í kvöld:

Markverðir:

Björgvin Páll Gústavsson

Sveinbjörn Pétursson

Aðrir leikmenn:

Vignir Svavarsson

Bjarki Már Elísson

Ásgeir Örn Hallgrímsson

Arnór Atlason

Þórir Ólafsson

Guðjón Valur Sigurðsson

Snorri Steinn Guðjónsson

Ólafur Andrés Guðmundsson

Arnór Þór Gunnarsson

Alexander Petersson

Sveerre Jakobsson

Róbert Gunnarsson

Bjarki Már Gunnarsson

Gunnar Steinn Jónsson


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×