Gunnar Þórarinsson, oddviti Frjáls afls, í Reykjanesbæ hafnar því að kenna megi Frjálsu afli um fylgistap Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ líkt og Árni Sigfússon hélt fram fyrr í kvöld.
„Fólkið kýs og bæjarbúar hafa sagt sitt álit“ segir Gunnar um fullyrðingar Árna.
Gunnar segir ekkert óeðlilegt við að hætt sé í flokki og byrjað í öðrum. "Þetta er hin lýðræðislega aðferð."
Gunnar vonast til þess að Frjálst afl bæti við sig manni en þeir hafa einn mann í bæjarstjórn ef marka má nýjustu tölur.
Oddviti Frjáls afls hafnar ásökunum Árna
Ingvar Haraldsson skrifar

Mest lesið

Barn á öðru aldursári lést
Innlent





Bíll valt og endaði á hvolfi
Innlent




Þrjú banaslys á fjórum dögum
Innlent