Féll á lyfjaprófi en keppir á Landsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júní 2014 23:14 Þorvaldur Árni Þorvaldsson á Stjörnu frá Stóra-Hofi. Mynd/Hestafréttir.is Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags. Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Þorvaldur Árni Þorvaldsson verður að óbreyttu á meðal keppenda á Landsmóti hestamanna á Hellu um mánaðarmótin. Áfrýjunardómstól Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands stytti keppnisbann hans úr þremur mánuðum í einn mánuð með úrskurði sínum í dag. Hestafréttir greindu fyrst frá niðurstöðunni. Þorvaldur féll á lyfjaprófi sem hann gekkst undir að lokinni töltkeppni í Meistaradeildinni í hestaíþróttum þann 6. mars síðastliðinn. Þorvaldur sigraði í töltkeppninni. Sá sigur hefur þó verið ógildur sem gæti haft áhrif á lokaröð efstu manna í Meistaradeildinni sem Sigurbjörn Bárðarson hafði sigur í. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ, segir engan raunverulegan rökstuðning hafa verið gefinn fyrir styttingu dómsins sem gert er ráð fyrir að verði birtur á morgun á heimasíðu ÍSÍ. „Það hefur ekki verið venjan hjá áfrýjunardómstólnum að færa nein rök fyrir niðurstöðum sínum,“ segir Skúli.Áfellisdómur yfir viðhorfi til misnotkunar á efnum Hann segist ekki líta svo á að niðurstaðan sé áfellisdómur yfir lyfjaráði ÍSÍ. „Mér finnst þetta allavega áfellisdómur yfir viðhorfinu til brota á lögum og reglum ÍSÍ og alþjóðareglum um misnotkun á efnum tengdum íþróttum.“ Upphaflega var Þorvaldur dæmdur í þriggja mánaða keppnisbann frá og með 30. maí. Athygli vakti að dómurinn var ekki birtur í heild sinni á vef ÍSÍ eins og hefð hefur verið fyrir undanfarin ár. Þar mátti aðeins lesa dómsorðin en ekki hvaða lyfja Þorvaldur neitti. Hins vegar áfrýjaði Þorvaldur Árni dómnum strax til áfrýjunardómstólsins sem gæti hafa haft áhrif á ákvörðun dómstóls ÍSÍ að birta ekki dóminn í heild sinni.Landsmótið aftur á dagskrá eftir mildun Landsmót hestamanna hefst á Hellu mánudaginn 30. júní. Því er ljóst að eftir niðurstöðu áfrýjunardómstólsins getur Þorvaldur, sem er einn af færustu knöpum landsins, keppt á stærsta hestamóti ársins. „Það kemur mér líka mjög spánskt fyrir sjónir,“ segir Skúli. „Það kemur honum allavega rosalega vel að mildun dómsins skuli hitta svo vel á þessar dagsetningar.“ Nánar verður rætt við Skúla á Vísi á morgun.Landsmót hestamanna hefst á Hellu þann 30. júní og stendur yfir til sunnudags.
Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira