Michael Schumacher úr dái Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. júní 2014 10:12 Michael Schumacher. Vísir/Getty Ökuþórinn Michael Schumacher hefur yfirgefið sjúkrahús í Grenoble og er vaknaður úr dái. Fjölskylda Þjóðverjans þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á þeim undanfarið hálft ár. BBC greinir frá. Þjóðverjinn 45 ára verður áfram í meðhöndlun á ónefndri sjúkrastofnun kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldunni. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði á skíðum í frönsku ölpunum þann 29. desember. Ekkert kemur fram um ástand Schumacher annað en að hann sé vaknaður úr dái. Fjölskylda Schumacher þakkar öllum þeim sem sent hafa skilaboð og batakveðjur á þessum erfiðu tímum. „Við erum sannfærð um að það hjálpaði honum,“ segir í tilkynningunni. Fjölskyldan hrósaði einnig sjúkrastarfsmönnum í Suðaustur-Frakklandi. Læknar hafa haldið Schumacher sofandi til að minnka bólgur í heila Þjóðverjans. „Michael hefur yfirgefið CHU Grenoble til að halda áfram umfangsmikilli endurhæfingu. Hann er úr dái,“ sagði Sabine Kehm, talsmaður Schumacher, fyrir hönd fjölskyldunnar í dag. „Við óskum eftir því að framhald endurhæfingar hans geti farið fram fjarri kastljósi fjölmiðla,“ sagði Kehm. Ekki kom fram á hvaða sjúkrastofnun Þjóðverjinn verður vistaður á. Schumacher hætti keppni í Formúlu 1 árið 2012 eftir nítján ára feril. Hann varð tvívegis heimsmeistari með Benetton, árið 1994 og 1995, áður en hann skipti yfir í Ferrari. Hann varð heimsmeistari fimm ár í röð frá árinu 2000. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Batahorfur Schumacher sagðar hverfandi Þýskur fjölmiðill fullyrðir að Michael Schumacher hafi verið fluttur af gjörgæsludeild og sé ekki lengur í lífshættu. 13. júní 2014 17:04 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Ökuþórinn Michael Schumacher hefur yfirgefið sjúkrahús í Grenoble og er vaknaður úr dái. Fjölskylda Þjóðverjans þakkar öllum þeim sem hafa stutt við bakið á þeim undanfarið hálft ár. BBC greinir frá. Þjóðverjinn 45 ára verður áfram í meðhöndlun á ónefndri sjúkrastofnun kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldunni. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði á skíðum í frönsku ölpunum þann 29. desember. Ekkert kemur fram um ástand Schumacher annað en að hann sé vaknaður úr dái. Fjölskylda Schumacher þakkar öllum þeim sem sent hafa skilaboð og batakveðjur á þessum erfiðu tímum. „Við erum sannfærð um að það hjálpaði honum,“ segir í tilkynningunni. Fjölskyldan hrósaði einnig sjúkrastarfsmönnum í Suðaustur-Frakklandi. Læknar hafa haldið Schumacher sofandi til að minnka bólgur í heila Þjóðverjans. „Michael hefur yfirgefið CHU Grenoble til að halda áfram umfangsmikilli endurhæfingu. Hann er úr dái,“ sagði Sabine Kehm, talsmaður Schumacher, fyrir hönd fjölskyldunnar í dag. „Við óskum eftir því að framhald endurhæfingar hans geti farið fram fjarri kastljósi fjölmiðla,“ sagði Kehm. Ekki kom fram á hvaða sjúkrastofnun Þjóðverjinn verður vistaður á. Schumacher hætti keppni í Formúlu 1 árið 2012 eftir nítján ára feril. Hann varð tvívegis heimsmeistari með Benetton, árið 1994 og 1995, áður en hann skipti yfir í Ferrari. Hann varð heimsmeistari fimm ár í röð frá árinu 2000.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Tengdar fréttir Batahorfur Schumacher sagðar hverfandi Þýskur fjölmiðill fullyrðir að Michael Schumacher hafi verið fluttur af gjörgæsludeild og sé ekki lengur í lífshættu. 13. júní 2014 17:04 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Fleiri fréttir Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sjá meira
Batahorfur Schumacher sagðar hverfandi Þýskur fjölmiðill fullyrðir að Michael Schumacher hafi verið fluttur af gjörgæsludeild og sé ekki lengur í lífshættu. 13. júní 2014 17:04