Önnur íþrótt í dag Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. júní 2014 19:00 Sigríður tekur við heiðursverðlaunum sínum. Vísir/Getty „Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður. Íslenski handboltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
„Þetta var frábært afrek á sínum tíma og fjöldi aðdáenda var eftir því. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ sagði Sigríður Sigurðardóttir, fyrrverandi handboltakona og Íþróttamaður ársins, þegar Vísir heyrði í henni í dag. Sigríður var hluti af liði Íslands sem varð Norðurlandameistari fyrir 50 árum síðan. Á úrslitaleikinn mættu rúmlega 4000 manns sem er áhorfendamet á kvennaleik á Íslandi sem enn stendur í dag, 50 árum síðar. „Það var ansi margt gert fyrir okkur. Æfingaraðstaðan var ekki nægilega góð svo við fórum og æfðum upp á Keflavíkurflugvelli. Þar kom samheldnin, við vorum allar í mismunandi liðum en kynntumst í rútunni. Í Keflavík æfðum við þrek sem var óþekkt á þeim tíma.“ „Það var ótrúlega gaman þegar maður var að keppa að horfa upp í stúku og sjá fólk í öllum sætunum. Þetta var yndislegur tími og það er gríðarlega gaman að rifja þetta upp.“ Stór hluti hópsins mætti á blaðamannafund HSÍ þar sem leikmennirnir voru heiðraðir fyrir þátttöku sína. „Við erum eins og lítil fjölskylda og við hittumst sífellt oftar. Það er gaman að rifja upp sögur og skoða myndir. Við upplifðum þetta allar á sinn hátt og það er gaman að heyra sögur frá öllum sjónarmiðum.“ Gríðarleg breyting hefur orðið á handboltanum frá því þegar liðið varð Norðurlandameistari. Úrslitaleikurinn fór fram á grasi og spiluðu leikmenn í takkaskóm. „Það var spilað á grasi eða malarvelli, það var betra að spila á grasinu en það er stór munur á þessu. Það er mun meiri hraði í dag og mun meira af tæknilegum hlutum. Fólki er hent útaf fyrir eitthvað smávægilegt.“ „Hraðinn er orðinn allt of mikill, að mörkin skuli fara yfir 30 er of mikið. Þetta er ekkert skylt því sem ég þekki, þetta er önnur íþrótt,“ sagði Sigríður.
Íslenski handboltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira