„Súrnun sjávar ógnar efnahag Íslands“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. júní 2014 11:38 visir/gva Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“ Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Aðalfundur Náttúruverndarsamtaka Íslands var haldinn í Reykjavíkur Akademíunni í gær þar þar sem kom fram ályktun um að stjórnvöldum beri að grípa til aðgerða gegn súrnun sjávar vegna sívaxandi losunar koltvísýrings í andrúmsloftið. „Súrnun sjávar norður af Íslandi mælist nú tvöfalt hraðari en sunnar í Atlantshafi. Slíkar aðgerðir kalla á alþjóðlegt samstarf. Þær þjóðir sem standa Íslendingum næst í baráttunni við loftslagsbreytingar eru þær sem byggja láglendar eyjar á borð við Seychelles-eyjar og Kiribati,“ segir í ályktuninni. Einnig kemur fram að súrnun sjávar ógni efnahag Íslands ekki síður en hækkun sjávaryfirborðs ógni tilveru þeirra sem byggja láglend eyríki í Kyrrahafi, Indlandshafi og Karíbahafi. „Vísindamenn hér heima, Milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar og á vegum Norðurskautsráðsins hafa bent á að afleiðingarnar fyrir fjölbreytni lífríkis í hafinu og fæðukeðju nytjastofna geta orðið afar neikvæðar. Ekki skiptir síður máli að við aukna súrnun missir hafið hæfileika sinn til kolefnisbindingar, sem eykur enn á loftslagsvandann.“ Mikilvægt sé að efla rannsóknir á þessu sviði, bæði á alþjóðavísu og á hafsvæðinu kringum Ísland. „Til að Íslendingar geti beitt sér í alþjóðasamstarfi gegn súrnun sjávar verður þjóðin að hafa trúverðugleika á sviði loftslagsmála. Áform um olíuvinnslu á Drekasvæðinu ganga þvert á fyrri stefnu Íslands í loftslagsmálum og rýra traust á Íslandi sem forystuafli gegn loftlagsbreytingum. Aðalfundur Náttúruverndarsamtakanna beinir því til stjórnvalda að leggja af áform sín um olíuvinnslu á Drekasvæðinu.“
Seychelleseyjar Loftslagsmál Efnahagsmál Umhverfismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent