Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. nóvember 2025 14:02 Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir nýjar niðurstöður um stöðu fatlaðs fólks í sveitarfélögum dapurlegar. Herdís Gunnarsdóttir forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnumn velferðarmála en stofnunin birti býlega sláandi úttekt á stöðu fatlaðra í sveitarfélögum á landinu. Vísir Formaður Þroskahjálpar segir óásættanlegt að meira en helmingur sveitarfélaga sé ekki með stefnu í málefnum fatlaðs fólks, fimmtán árum eftir að þau tóku við málaflokknum. Stór hluti sveitarfélaga fari því ekki að lögum. Nauðsynlegt sé að breyta viðhorfi samfélagsins til fatlaðra. Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann. Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Í nýrri úttekt Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála (GEV) um málefni fatlaðs fólks í sveitarfélögum kemur fram að af 62 sveitarfélögum á landinu eru aðeins 22 þeirra með sérstaka stefnu í málaflokknum. Innan við þriðjungur er með viðmið um fjölda fagmenntaðra í búsetuúrræðum fatlaðra og aðeins helmingur er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Um og yfir helmingur sveitarfélaga á landinu fær falleinkunn í málefnum fatlaðs fólks samkvæmt nýrri úttekt Gæða-og eftirlitsstofnunar velferðarmála. (Úr skýrslu GEV)Vísir Gæða- og eftirlitsstofnun brýnir sveitarfélög til að setja sér fræðslu- og viðbragðsáætlanir. Starfsfólk þurfi að vera meðvitað um lögbundnar skyldur og kröfur til gæða í starfi með fötluðu fólki. Í úttektinni kemur fram að mörg sveitarfélög þurfi samkvæmt lögum um þjónustu við fatlað fólk, reglugerð um húsnæði fyrir fatlað fólk og samkvæmt nýlega staðfestum Samningi sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, að gera miklar úrbætur. Fullkomnlega óásættanlegt Guðmundur Ármann Pétursson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar segir brýnt að bregðast við þessum niðurstöðum. „Ég vildi óska þess að þetta kæmi okkur á óvart en þetta eru atriði sem við höfum bent á árum saman en lítið hefur gengið. Þetta er fullkomnlega óásættanlegt,“ segir Guðmundur. Þetta þýði að stór hluti sveitarfélaga hafi þar með brugðist hlutverki sínu samkvæmt lögum. „Sveitarfélögunum var falið fyrir 15 árum að veita fötluðu fólki þjónustu og þau tóku það að sér en síðan þá hefur málaflokkurinn fyrst og fremst snúist um sveitarfélögin en ekki fatlað fólk. Stór hluti sveitarfélaga er þar með að bregðast þessum hópi og fer ekki að lögum,“ segir Guðmundur. Guðmundur furðar sig á hvað skortir víða upp á í þjónustuna. „Það er ótrúlegt að sjá, samkvæmt þessari úttekt, að aðeins innan við helmingur sveitarfélaga er með viðbragðsáætlun komi upp grunur um ofbeldi gagnvart fötluðum. Það er ekki boðlegt og t.d. á skjön við Samning Sameinuðu þjóðanna þar sem kveðið er á um að slík áætlun þurfi að vera til staðar,“ segir Guðmundur. Viðhorfin þurfi að breytast Stjórnvöld lögfestu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks nú í nóvember. Guðmundur segir það afar jákvætt en viðhorf samfélagsins þurfi að breytast. „Það sem ég hef miklu meiri áhyggjur af eru viðhorf samfélagsins og sveitarfélaga gagnvart þjónustu við fatlað fólk því lögin hafa verið fyrir hendi í mörg ár og áratugi en eins og sést í þessari úttekt GEV eru alltof mörg sveitarfélög sem fara ekki eftir þeim,“ segir Guðmundur Ármann.
Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Heilbrigðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira