Innlent

Ólafur Ragnar býður sig ekki fram að nýju

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Ólafur Ragnar Grímsson.
Ólafur Ragnar Grímsson. vísir/vilhelm
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri í forsetakosningum sem fram fara eftir tvö ár. Þetta segir Ólafur Ragnar í viðtali við tímaritið Monocle. Eyjan greinir frá málinu.

Í viðtalinu er hann spurður að því hvort hann hyggi á framboð í sjötta sinn. Hann segir svo ekki vera, hann hafi ekki ætlað að bjóða sig fram að nýju í síðustu kosningum en hafi verið hvattur til þess í undirskriftarsöfnun.

„En tuttugu ár í þessum bransa er langur tími,“ segir Ólafur.  

Ólafur sagði í nýársávarpi sínu árið 2012 að hann hygðist snúa til annarra starfa og myndi því ekki bjóða sig til forseta að nýju, sjötta tímabilið í röð. Efnt var til undirskriftasöfnunar og rituðu um þrjátíu og eitt þúsund manns nafn sitt á listann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×