Segir ástæðulaust að óttast Kínverja Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júní 2014 13:00 Thina Margrethe Saltvedt, aðalgreinandi olíuiðnaðar hjá Nordea bankanum, flutti erindi á ráðstefnu Arion-banka um Drekasvæðið fyrir 2 árum. Mynd/Stöð 2. Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum. Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Helsti sérfræðingur norræna Nordea-bankans um olíuiðnaðinn, Thina Saltvedt, segir fátt benda til þess að olíuútrás Kínverja sé fyrst og fremst til að soga olíuna til eigin heimalands. Hún fjallar í nýlegri grein í norskum netmiðli um tortryggni manna á Vesturlöndum vegna mikilla fjárfestinga Kínverja í olíuiðnaði heimsins á undanförnum misserum. Hún er ekki ókunnug olíumálefnum Íslendinga en fyrir tveimur árum var hún meðal fyrirlesara á ráðstefnu Arion-banka í Reykjavík um olíu á Drekasvæðinu. Thina Saltvedt spyr hvort ástæða sé til að óttast fjárfestingar og yfirtökur Kínverja í olíuiðnaðinum og reynir að svara því hvað búi að baki. Hún rekur þær áhyggjur sem birst hafi í fjölmiðlum að þessi ásókn þeirra geti takmarkað aðgengi annarra að olíu á heimsmarkaði. Olíunotkun Kínverja hafi aukist hraðar en olíuframleiðsla þeirra á undanförnum árum. Ein afleiðingin sé sú að Kína sé nú algerlega háð alþjóðamarkaði um kaup á þeirri olíu sem landið þarfnist. Það sé nú stærsti olíuinnflytjandi heims. Hún nefnir sem dæmi um kínversku olíuútrásina að olíuframleiðsla kínverskra fyrirtækja utan eigin heimalands hafi margfaldast á síðustu tíu árum, úr 140 þúsund tunnum á dag árið 2000 upp í tvær milljónir tunna á dag árið 2012. Á síðustu árum hafi stærsti hluti fjárfestinga þeirra í olíuvinnslu verið undan ströndum Vestur-Afríku, Brasilíu og í Kasakhstan. Þessi þrjú svæði ein standi að baki 19 milljarða dollara, eða 60 prósentum, af fjárfestingum Kínverja á síðustu 20 mánuðum. Thina telur þessar fjárfestingar benda til að Kínverjar reyni að komast í framleiðslu á mikilvægum vaxtarsvæðum og fá aðgang að nýrri tækni. Með því að vinna við hlið fyrirtækja eins og Total, Shell og Petrobas geti kínversku fyrirtækin fengið aðgang að tækniþekkingu í olíuleit á hafsbotni. Með sama hætti megi skýra fjárfestingar þeirra í vinnslu olíusands í Norður-Ameríku. Niðurstaða hennar er sú að tortryggnin í garð Kínverja sé ástæðulaus. Hún segir að við nánari skoðun hafi það sýnt sig að hin hraða útrás sé drifin áfram af viðskiptalegum hvötum; kínversku fyrirtækin vilji nýta þau tækifæri sem markaðurinn gefi. Tilgangur fjárfestinganna hafi ekki verið sá að auka flæði olíu til Kína. Stór hluti framleiðslunnar utan Kína sé enda seldur á staðbundnum mörkuðum.
Olíuleit á Drekasvæði Tengdar fréttir Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30 Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45 Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45 CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7. júní 2012 20:30
Fyrsti olíurisinn kemur í leitina á Drekasvæði Þriðja sérleyfinu til leitar og vinnslu olíu á Drekasvæðinu verður formlega úthlutað við athöfn í Þjóðmenningarhúsinu í Reykjavík í næstu viku, þann 22. janúar. Þetta verður stærsta sérleyfið til þessa í íslenskri lögsögu. 17. janúar 2014 11:45
Betra að Norðmenn leiði á Drekanum en Kínverjar Olíumálaráðherra Noregs segir það betra fyrir Íslendinga og umhverfið að Norðmenn leiði olíuleit á Drekasvæðinu heldur en Kínverjar. 28. nóvember 2013 18:45
CNOOC vill flýta borun í Drekann Fulltrúar kínverska olíufélagsins CNOOC kynntu samstarfsaðilum sínum í dag verkáætlun sem miðar við að boranir hefjist á Drekasvæðinu mun fyrr en áður var gert ráð fyrir. 12. júní 2014 19:15