Google ver 5,7 milljörðum í að kenna stúlkum forritun Bjarki Ármannsson skrifar 20. júní 2014 23:19 Google hefur hrint af stað verkefninu Made with Code til að vekja áhuga ungra stúlkna á forritun. Vísir/AFP/AFP Netrisinn Google hrinti í gær af stað verkefninu Made with code sem hefur það að markmiði að kenna ungum stúlkum forritun. Fyrirtækið hefur áður heitið því að gera allt sem í valdi þess stendur til þess að fjölga konum í Kísildal, en um 5,7 milljörðum íslenskra króna er varið til verkefnisins.Frá þessu er greint á vef tímaritsins TIME. Google tilkynnti í síðasta mánuði að aðeins sautján prósent allra starfsmanna þeirra á tæknisviði eru konur. Þetta vandamál nær til fleiri fyrirtækja en Google, en talið er að árið 2020 verði 1,4 milljónir lausra starfa í boði fyrir tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum. Hinsvegar verði aðeins um fjögur hundruð þúsund menntaðir tölvunarfræðingar til að sinna þeim. Þetta vandamál er meðal annars tilkomið vegna þess að mjög fáar konur sækja í þessi störf. Einungis um tólf prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum eru konur. Made with code, vefsíða sem inniheldur meðal annars kóðunaræfingar og sögur kvenna sem starfa á tæknideildum, miðar að því að auka þetta hlutfall. Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til ungra stúlkna en rannsóknir Google segja að flestar konur ákveði hvort þær hafi áhuga á því að læra að forrita fyrir tvítugt. Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Netrisinn Google hrinti í gær af stað verkefninu Made with code sem hefur það að markmiði að kenna ungum stúlkum forritun. Fyrirtækið hefur áður heitið því að gera allt sem í valdi þess stendur til þess að fjölga konum í Kísildal, en um 5,7 milljörðum íslenskra króna er varið til verkefnisins.Frá þessu er greint á vef tímaritsins TIME. Google tilkynnti í síðasta mánuði að aðeins sautján prósent allra starfsmanna þeirra á tæknisviði eru konur. Þetta vandamál nær til fleiri fyrirtækja en Google, en talið er að árið 2020 verði 1,4 milljónir lausra starfa í boði fyrir tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum. Hinsvegar verði aðeins um fjögur hundruð þúsund menntaðir tölvunarfræðingar til að sinna þeim. Þetta vandamál er meðal annars tilkomið vegna þess að mjög fáar konur sækja í þessi störf. Einungis um tólf prósent útskrifaðra tölvunarfræðinga í Bandaríkjunum eru konur. Made with code, vefsíða sem inniheldur meðal annars kóðunaræfingar og sögur kvenna sem starfa á tæknideildum, miðar að því að auka þetta hlutfall. Vefsíðunni er fyrst og fremst ætlað að höfða til ungra stúlkna en rannsóknir Google segja að flestar konur ákveði hvort þær hafi áhuga á því að læra að forrita fyrir tvítugt.
Mest lesið Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira