„Ég fæ bara ekki nóg. Þetta verður aldrei leiðinlegt og það er alltaf jafn gaman að sigra,“ segir Glódís og hlær. Hún segir lykilinn bakvið undraverðan árangur sinn skipulagða og jafna þjálfun en stórmót sem þessi þarfnist þó meiri þjálfunar en ella.

Glódís fékk hest sinn Kamban í jólagjöf frá foreldrum sínum árið 2011 og eru þau miklir vinir. Eftir landsmótið tekur við hvíld hjá hesti og knapa en stefnan er sett á Íslandsmót síðar í þessum mánuði.
„Ég er bara ótrúlega ánægð og þetta er mjög gaman,“ segir Glódís sem er bjartsýn á framhaldið.
