Landsmótið sett í blíðskaparveðri Sunna Karen Sigurþórsdóttir á Gaddstaðaflötum skrifar 3. júlí 2014 22:40 Frá setningu mótsins á Gaddstaðaflötum í kvöld. Vísir/SKS Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum: Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira
Landsmót hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu, var formlega sett um klukkan 21 í kvöld en rúmlega fimm þúsund manns eru nú viðstaddir mótið. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningamálaráðherra, setti mótið og ávarpaði gesti. Þrátt fyrir að veður hafi sett töluvert strik í reikninginn síðastliðna daga hafa landsmótsgestir ekki látið það mikið á sig fá og hefur það verið nokkuð vel sótt. Í dag fór að sjá í heiðan himininn og landsmótsgestum fjölgar ört, en öll helstu úrslit mótsins fara fram nú um helgina. Um þrjú hundruð tóku þátt í hópreið í setningarathöfn landsmótsins og fulltrúar frá flestum hestamannafélögum landsins riðu í braut. Svanhvít Kristjánsdóttir frá Halakoti leiddi hópreiðina. Karlakórinn Öðlingar stigu á stokk og sungu meðal annars þjóðsönginn og lagið Ég er kominn heim eftir Óðinn Valdimarsson eins og sjá má á meðfylgjandi myndböndum. Sólin hætti að fela sig bak við skýin og gladdi augu gestanna í brekkunni sem voru hinir kátustu við setninguna í kvöld. Greinilegt var að áhorfendur tóku góðu veðri fagnandi enda veðurguðirnir ekki leikið við keppendur og gesti síðan mótið hófst á sunnudag. Ágætt veður er í kortunum fyrir helgina þegar mótið nær hámarki. Því lýkur svo síðdegis á sunnudag. Nokkur met voru slegin í dag, en knapinn Bjarni Bjarnason á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum setti bæði Íslands- og heimsmet í 250 metra skeiði. Þau fóru vegalengdina á 21,76 sekúndum en gamla Íslandsmetið var 21,89 sekúndur sem sett var árið 2012 af Elvari Einarssyni á Kóngi frá Lækjarmóti. Fyrra heimsmet sett af svíanum Albin af Klintberg. Þá sló Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli Íslandsmet í 150 metra skeiði í dag á 13,77 sekúndum. Fyrra Íslandsmet var sett árið 2009 af Sigurbirni Bárðarsyni á Óðni frá Búðardal á 14,15 sekúndum.Fylgst verður með gangi mála á Landsmótinu hér á Vísi. Hvetjum við Landsmótsgesti til að taka skemmtilegar myndir eða myndbönd og setja á Twitter og Instagram með merkinu #Landsmot. Vísir mun birta vel valin myndbönd og myndir.Þjóðsöngurinn fluttur á Gaddstaðaflötum:
Hestar Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Sjá meira