Fjarri því að allir kaupendur húsnæðis reki bíl Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2014 21:42 Vísir/Pjetur „Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“ Loftslagsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
„Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“
Loftslagsmál Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira