Fjarri því að allir kaupendur húsnæðis reki bíl Samúel Karl Ólason skrifar 1. júlí 2014 21:42 Vísir/Pjetur „Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“ Loftslagsmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira
„Samtök um bíllausan lífstíl gagnrýna þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá samtökunum sem birt var í dag, vegna umfjöllunar um greiðslumat og bifreiðaútgjöld. Vísað er til fréttar á vef RÚV þar sem sagt er frá því að gert sé ráð fyrir kostnaði við samgöngur upp á 74 þúsund krónur framkvæmd greiðslumats. Samtökin segja það fyrirkomulag vera mjög gagnrýnisvert og í raun stórfurðulegt. Því fari fjarri að allir sem vilji kaupa sér eigið húsnæði eigi og reki bíl. „Í slíkum tilfellum notast fólk við hjól, tvo jafnfljóta eða almenningssamgöngur sem samgöngutæki.“ Þá er nefnt sem dæmi kostnaður einstaklings sem átt hefur þrjú reiðhjól á tíu ára tímabili og sinnt öllu nauðsynlegu viðhaldi á þeim tíma. „Að meðaltali er kostnaður þessa einstaklings um 2000 kr. á mánuði. Kostnaðurinn getur auðvitað verið ýmis konar og ólíkur milli einstaklinga, en við getum fullyrt að hann fer aldrei upp í 74 þúsund krónur á mánuði.“ Einnig benda samtökin á að dýrasti valkostur þeirra sem nýti sér þjónustu Strætó á höfuðborgarsvæðinu daglega, sé Græna kortið sem kosti 9.300 krónur. „Það sjá allir sem sjá vilja að kostnaðurinn við þessa samgöngumáta kemst ekki nálægt því sem það kostar að eiga og reka bíl. Engu að síður virðast fjármálastofnanir ekki í einhverjum tilvikum vilja taka þetta með í reikninginn þegar þær taka sér úrskurðarvald um framtíðarbúsetu viðskiptavina sinna.“ Samtökin gagnrýna að þá stefnu að forsenda þess að geta eignast þak yfir höfuðið sé skuldbinding um að halda áfram að stuðla að hlýnun jarðar. „Bankar og aðrar fjármálastofnanir hafa vald yfir framtíðarmöguleikum almennings til búsetu, bæði hvað búsetuform og staðsetningu snertir. Slíkar stofnanir ættu að taka fullt tillit til þess þegar einstaklingar og fjölskyldur notast við umhverfisvæna og heilbrigða samgöngukosti eins og hjólreiðar, göngu og almenningssamgöngur.“ Þá er því beint til slíkra stofnana að sýna samfélagsábyrgð í verki og heiðra eigin umhverfisstefnur með því að hvetja viðskiptavini sína til að taka upp umhverfisvæna samgöngumáta. „Þetta mætti til dæmis gera með lægri vöxtum á húsnæðislánum, eða niðurfellingu annarra gjalda.“
Loftslagsmál Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Sjá meira