HSÍ krefst þess að Ísland fái sæti á HM 2015 Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. júlí 2014 18:15 Vísir/Vilhelm Handknattleikssamband Íslands hefur óskað þess að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015. Hefur HSÍ óskað þess að fulltrúi evrópska handknattleikssambandsins, EHF, sem situr í stjórn IHF beiti sér fyrir því. Þýskaland fékk óvænt þátttökurétt á HM í síðustu viku eftir að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, ákvað að afturkalla sæti Eyjaálfu og veita Þýskalandi sætið. Þetta gerði IHF þrátt fyrir að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF. Samkvæmt IHF var ákvörðun tekin um breytingu á reglugerð um mótafyrirkomulagi á fundi þann 30. maí sl. og hafi ákvörðunin verið tekin áður en fyrir lægi hvaða lið hefðu tryggt sér keppnisrétt í umspili. HSÍ hefur fengið staðfest að enginn slíkur fundur var haldinn 30. maí heldur var sendur út tölvupóstur til fulltrúa þar sem óskað var eftir heimilda til að vinna að breytingum á reglugerðum. Því er ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og IHF fullyrðir heldur var það gert 8. júlí. Lá því fyrir þegar ákvörðunin var tekin hvaða þjóðir um ræddi. Var það eftir að EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á HM í Katar. Minnir HSÍ að lokum á að þegar um jafn íþyngjandi ákvarðanir er að ræða ættu slíkar reglur ekki að taka gildi fyrr en næsta keppni hefst. Yfirlýsingu HSÍ má sjá hér fyrir neðan.HSÍ ósátt með svör IHF og EHFHSÍ hefur undanfarið kallað eftir gögnum frá Handknattleikssambandi Evrópu og AlþjóðaHandknattleikssambandinu varðandi þá ákvörðun að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Qatar 2015.Í svari frá EHF kemur fram að engar upplýsingar hafi verið sendar til þeirra varðandi þessa ákvörðun og hafa þeir bent á IHF.Í svari IHF frá í gær eru gefnar skýringar á því af hverju Eyjaálfa er svipt keppnisrétti. Vísað er til fyrri samskipta á milli IHF og Eyjaálfu og er HSI ekki í stöðu til að meta lögmæti þeirrar ákvörðunar en hefur efasemdir um að sú afturvirka ákvörðun standist lög eftir að keppni er hafin.Varðandi þá ákvörðun að úthluta sætinu til Þýskalands er fullyrt af hálfu IHF að ákvörðun um breytingar á grein 2.8 sem fjallar um hvernig úthluta eigi lausu sæti hafi verið tekin af Council IHF þann 30. maí sl. og það hafi verið gert til að breytingin tæki gildi áður en fyrir lægi hvaða lið hafi tryggt sér keppnisrétt í gegnum umspil.Við höfum fengið það staðfest af fulltrúum í Council IHF að enginn fundur var haldinn þann 30. maí. Hins vegar virðist sem tölvupóstur hafi verið sendur til fulltrúa og óskað eftir heimild til að vinna að breytingu á reglugerð.Það er því ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og fullyrt er heldur var það gert 8. júlí.Þetta er í samræmi við þá staðreynd að umrætt mál var ekki rætt á stjórnarfundi í EHF í júní og auk þess EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð inn á HM í Qatar 2015.HSÍ lítur svo á að þegar breytingar eru gerðar á þátttöku- eða keppnisreglum þá taki þær reglur ekki gildi fyrr en næsta keppni hefst. Á það enn frekar við þegar íþyngjandi ákvörðun er að ræða. Byggir þetta á almennum lögskýringarsjónarmiðum sem gilda jafnt um reglur IHF sem og aðrar reglur.Er ákvörðun þann 8. júlí var tekin var undankeppnin hafin og umspilsleikjum lokið og fyrir lá hvaða lið áttu rétt á lausu sæti væri það í boði.HSI hefur gert þær kröfur til IHF að Íslandi verði úthlutað þessu sæti nú þegar og hefur jafnframt krafist þess að formaður EHF sem jafnframt er meðlimur í ráðinu beiti sér fyrir því . Krefist hefur verið svara fyrir lok dags 17. júlí.Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15 Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur óskað þess að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, dragi til baka ákvörðun sína að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Katar 2015. Hefur HSÍ óskað þess að fulltrúi evrópska handknattleikssambandsins, EHF, sem situr í stjórn IHF beiti sér fyrir því. Þýskaland fékk óvænt þátttökurétt á HM í síðustu viku eftir að Alþjóðahandknattleikssambandið, IHF, ákvað að afturkalla sæti Eyjaálfu og veita Þýskalandi sætið. Þetta gerði IHF þrátt fyrir að Ísland hafi verið fyrsta varaþjóð hjá Handknattleikssambandi Evrópu, EHF. Samkvæmt IHF var ákvörðun tekin um breytingu á reglugerð um mótafyrirkomulagi á fundi þann 30. maí sl. og hafi ákvörðunin verið tekin áður en fyrir lægi hvaða lið hefðu tryggt sér keppnisrétt í umspili. HSÍ hefur fengið staðfest að enginn slíkur fundur var haldinn 30. maí heldur var sendur út tölvupóstur til fulltrúa þar sem óskað var eftir heimilda til að vinna að breytingum á reglugerðum. Því er ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og IHF fullyrðir heldur var það gert 8. júlí. Lá því fyrir þegar ákvörðunin var tekin hvaða þjóðir um ræddi. Var það eftir að EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð frá Evrópu inn á HM í Katar. Minnir HSÍ að lokum á að þegar um jafn íþyngjandi ákvarðanir er að ræða ættu slíkar reglur ekki að taka gildi fyrr en næsta keppni hefst. Yfirlýsingu HSÍ má sjá hér fyrir neðan.HSÍ ósátt með svör IHF og EHFHSÍ hefur undanfarið kallað eftir gögnum frá Handknattleikssambandi Evrópu og AlþjóðaHandknattleikssambandinu varðandi þá ákvörðun að úthluta Þýskalandi lausu sæti á HM í Qatar 2015.Í svari frá EHF kemur fram að engar upplýsingar hafi verið sendar til þeirra varðandi þessa ákvörðun og hafa þeir bent á IHF.Í svari IHF frá í gær eru gefnar skýringar á því af hverju Eyjaálfa er svipt keppnisrétti. Vísað er til fyrri samskipta á milli IHF og Eyjaálfu og er HSI ekki í stöðu til að meta lögmæti þeirrar ákvörðunar en hefur efasemdir um að sú afturvirka ákvörðun standist lög eftir að keppni er hafin.Varðandi þá ákvörðun að úthluta sætinu til Þýskalands er fullyrt af hálfu IHF að ákvörðun um breytingar á grein 2.8 sem fjallar um hvernig úthluta eigi lausu sæti hafi verið tekin af Council IHF þann 30. maí sl. og það hafi verið gert til að breytingin tæki gildi áður en fyrir lægi hvaða lið hafi tryggt sér keppnisrétt í gegnum umspil.Við höfum fengið það staðfest af fulltrúum í Council IHF að enginn fundur var haldinn þann 30. maí. Hins vegar virðist sem tölvupóstur hafi verið sendur til fulltrúa og óskað eftir heimild til að vinna að breytingu á reglugerð.Það er því ljóst að ákvörðunin var ekki tekin 30. maí eins og fullyrt er heldur var það gert 8. júlí.Þetta er í samræmi við þá staðreynd að umrætt mál var ekki rætt á stjórnarfundi í EHF í júní og auk þess EHF gaf út yfirlýsingu þann 16. júní að Ísland væri fyrsta varaþjóð inn á HM í Qatar 2015.HSÍ lítur svo á að þegar breytingar eru gerðar á þátttöku- eða keppnisreglum þá taki þær reglur ekki gildi fyrr en næsta keppni hefst. Á það enn frekar við þegar íþyngjandi ákvörðun er að ræða. Byggir þetta á almennum lögskýringarsjónarmiðum sem gilda jafnt um reglur IHF sem og aðrar reglur.Er ákvörðun þann 8. júlí var tekin var undankeppnin hafin og umspilsleikjum lokið og fyrir lá hvaða lið áttu rétt á lausu sæti væri það í boði.HSI hefur gert þær kröfur til IHF að Íslandi verði úthlutað þessu sæti nú þegar og hefur jafnframt krafist þess að formaður EHF sem jafnframt er meðlimur í ráðinu beiti sér fyrir því . Krefist hefur verið svara fyrir lok dags 17. júlí.Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ.Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15 Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30 Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45 Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11 Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30 Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15 Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00 EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Ísland ekki á HM þó svo Ástralía hafi hætt við Þýskaland mun óvænt taka þátt á HM í Katar eftir að Ástralía dró sig úr keppni. Ísland tekur ekki sætið þó svo Ísland sé fyrsta varaþjóð frá Evrópu. 8. júlí 2014 16:15
Laug EHF að handboltaforystu Íslands? Framkvæmdastjórn Alþjóðahandknattleikssambandsins leggur til breytingar í þröngum fimm manna hring sem nánast undantekningalaust eru samþykktar. Aum svör Evrópska handknattleikssambandsins til HSÍ. 11. júlí 2014 06:30
Formaður HSÍ: Vitum ekki um neinar reglubreytingar Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir að ákvörðun IHF um að hleypa Þýskalandi á HM hafi komið sér á óvart. 9. júlí 2014 18:45
Svona var reglunum breytt hjá IHF Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu sat fundinn mikilvæga þar sem Þýskalandi var hleypt inn á HM í handbolta. 12. júlí 2014 09:11
Formaður HSÍ: Fengum ekki fullnægjandi svör Evrópska handknattleikssambandið bendir á Alþjóðasambandið og svarar engu. 10. júlí 2014 10:30
Kretzschmar um IHF-farsann: Snýst bara um peninga Stefan Kretzschmar, fyrrum landsliðsmaður Þýskalands, segist vera með blendnar tilfinningar gagnvart þátttöku Þýskalands á HM í Katar. 16. júlí 2014 09:15
Útilokum engar dómstólaleiðir Formaður HSÍ furðar sig á því að hægt sé að breyta reglum eftir að keppni er hafin. 14. júlí 2014 12:00
EHF: Vissum ekki af þessu fyrr en eftir fundinn í gær Evrópska handknattleikssambandið mun skoða ákvörðun Alþjóðasambandsins nánar. 9. júlí 2014 09:48