Lífið

Óskarsverðlaunahafar fordæma sprengjuárásir á Gaza

Penelope Cruz og Javier Bardem.
Penelope Cruz og Javier Bardem. Vísir/Getty/Getty
Tugir spænskra leikara, leikstjóra, tónlistarmanna og höfunda, með Penelope Cruz, Javier Bardem og Pedro Almodovar í broddi fylkingar hafa fordæmt innrás Ísraelsmanna á Gaza í opnu bréfi sem var meðal annars birt á Europa Press og í öðrum spænskum miðlum.

Í bréfinu lýsa þau aðgerðum Ísraelsmanna sem þjóðarmorði.

Þau skoruðu á Evrópusambandið að fordæma sprengjuárásirnar gegn almennum borgurum á Gaza. 

Í bréfinu fóru þau fram á að ísraelski herinn myndi hætta að beita vopnum sínum án tafar.

„Undanfarið hefur ástandið á Gaza verið hræðilegt, umkringd og ráðist inn af landi, úr lofti og af sjónum. Verið er að eyðileggja heimili Palestínumanna, þeim er neitað um vatn, rafmagn og frjálsar ferðir til og frá spítala, skóla og alþjóðsamfélagið gerir ekkert.“

Aðrir sem skrifuðu undir bréfið voru meðal annars leikstjórarnir Montxo Armendariz og Benito Zambrano, leikararnir Lola Herrera, Eduardo Noriega og Rosa Maria Sarda. Þá skrifuðu einnig undir tónlistarmennirnir Amaral og Nacho Campillo.

Næstum 1,100 Palestínumenn hafa látið lífið og 56 Ísraelar síðan sprengingar hófust á Gaza fyrir þremur vikum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×