Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu - komið ykkur burt! Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. ágúst 2014 16:15 Leikmenn Lech Poznan svekktir eftir úrslitin í Póllandi í gærkvöldi. VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI „Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
„Stærsti skandall í sögu pólskrar knattspyrnu! Komið ykkur allir burt! Sjáið 75 myndir frá skömminni.“ Svona hljómar fyrirsögn á stuðningsmannasíðu Lech Poznan, kkslech.com, sem fylgdist með leik liðsins gegn Stjörnunni í beinni textalýsingu í Poznan í gærkvöldi. Eins og allir vita skildu liðin jöfn, markalaus, en þau úrslit dugðu Stjörnunni áfram í umspilið fyrir riðlakeppni Evrópudeildarinnar á meðan Pólverjarnir sitja eftir með sárt ennið. „Þetta er ekki bara mesti skandallinn í sögu Lech Poznan, heldur vandræðalegustu úrslit í sögu pólskra félagsliða,“ segir í fréttinni.Jóhann Laxdal og svekktur leikmaður Poznan í leikslok.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKIStuðningsmaðurinn, eða mennirnir, sem sáu um að uppfæra lesendur á síðunni voru vægast sagt sturlaðir af reiði í leikslok. „Við, sem klæðumst þessari sömu treyju og leikmennirnir, eigum ekkert sameiginlegt með þeim. Þið vanvirðið okkur. Við viljum ekki tengjast þessum mönnum lengur,“ var skrifað í textalýsinguna þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Stjörnumönnum er hrósað mikið og bent á að stuðningsmenn Poznan hafi klappað fyrir Garðabæjarliðinu. „Við virðum Íslendingana. Þeir eru áhugamenn og fela það ekki. Þeir vörðust í báðum leikjum og nýttu sér einu mistökin okkar,“ er sagt. Síðan var að hruni komin vegna álags í gær, en lesendum var bent margsinnis á það að fara ekki út úr textalýsingunni því forsíðan var niðri. Svo mikill var áhuginn á leiknum, eða væntanlega þessum óvæntu úrslitum.Mariusz Rumak óttast að missa starfið.VÍSIR/ADAM JASTRZEBOWSKI„Þetta er það versta sem ég hef upplifað,“ sagði markvörðurinn KrzysztofKotorowski á blaðamannafundi eftir leikinn, og þjálfarinn MariuszRumak var svo spurður út í stöðu sína. „Það er ekki hægt að vinna leik þar sem maður skýtur ekki á markið. Nú þarf ég að hitta stjórnina á morgun og ræða framtíð mína. Ég veit ekki hvað gerist og ég veit heldur ekki af hverju við unnum ekki leikinn,“ sagði þjálfarinn. Gærdagurinn og dagurinn í dag hafa ekkert verið neitt sérstakir fyrir pólska knattspyrnu. Fyrst féll liðið sem hafnaði í öðru sæti í fyrra, Lech Poznan, úr leik í Evrópudeildinni og í dag var meisturum Legia Varsjár hent úr Meistaradeildinni.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33 Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15 Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34 Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10 Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Arnar Már fékk draum sinn uppfylltan Arnar Már Björgvinsson fær að spila á San Siro. 8. ágúst 2014 11:33
Inter ekki tilbúið að víxla á leikdögum | Boltinn hjá UEFA Inter er hvorki tilbúið að færa fyrri leik liðsins gegn Stjörnunni fram um tvo daga né víxla á leikjum og liggur boltinn því hjá evrópska knattspyrnusambandinu að finna sameiginlega lausn. 8. ágúst 2014 13:15
Præst mögulega með slitið krossband Miðjumaðurinn öflugi meiddist í leiknum gegn Lech Poznan og tímabilið mögulega búið hjá Dananum. 8. ágúst 2014 14:34
Stjarnan mætir Inter Stjarnan mætir ítalska stórveldinu Inter í undankeppni Evrópudeildarinnar en dregið var í hádeginu í dag. 8. ágúst 2014 11:10
Stuðningsmenn Poznan fögnuðu Stjörnumönnum í leikslok Sem kunnugt er komust Stjörnumenn áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir markalaust jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær. 8. ágúst 2014 08:08