Engar forsendur til annars en að trúa Gísla Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. ágúst 2014 18:57 Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna. Lekamálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira
Ríkissaksóknari tilkynnti Gísla Freyr Valdórssyni, aðstoðarmanni innanríkisráðherra, í gær að hann verði ákærður fyrir að leka minnisblaði um hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu í fjölmiðla. Ráðherra leysti í kjölfarið Gísla frá störfum á meðan málið er til meðferðar hjá dómstólum.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, ítrekar að hún hafi ekki haft neina vitneskju um að minnisblaðið hafi verið sent úr ráðuneytinu. „Nei, það hef ég ekki haft. Ég hef ítrekað sagt að ég hef rætt við alla starfsmenn mína, þar með talið aðstoðarmenn mína margsinnis og spurt hvort einhver hafi sent frá sér slíkt gagn og svarið hefur alltaf verið nei. Þannig að ég hef verið í góðri trú með að þannig sé það. Gísli hefur alltaf lýst yfir sakleysi sínu, og gerir það enn,” segir Hanna Birna. Trúir þú því að Gísli hafi ekki sent minnisblaðið? „Ég hef engar forsendur til annars en að trúa honum. Það liggja engar sannanir fyrir um að hann hafi gert þetta. Nú verður bara að fara yfir málið hjá dómstólum og ég virði það ferli og hvet aðra til að gera það. Og ég vona bara að hið sanna og rétta komi í ljós,“ segir Hanna Birna. Hún segir að það megi vel vera að hún hafi átt að bregðast við fyrr. Málið hafi þó tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir. Hvernig metur þú stöðu þína sem ráðherra í dag? „Ég held að málið hafi veikt mig. Það hefur veikt mig pólitískt, það hefur veikt mig persónulega og verið mér erfitt og þungbært. Aðallega vegna þess að ég get ekki skýrt þetta, ég get ekki gert það sem mig langar til að gera sem stjórnmálamanni, sem er að svara skýrt almenningi, hvernig átti þetta sér stað. Ég get ekki svarað fyrir það,“ segir Hanna. Hún segir það skyldu sína við almenning að klára þau verkefni sem henni hafa verið falin. En ber ráðherra ekki ábyrgð á sínum aðstoðarmanni? „Ég ber pólitíska ábyrgð á honum, jú, og hans verkum og þess vegna lét ég hann fara í gær. Þegar að það liggur fyrir að hann er ákærður þá er hann látinn fara, það eru viðbrögðin,“ segir Hanna Birna.
Lekamálið Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Sjá meira