Evrópuævintýri Stjörnumanna endaði á stórum skelli á San Siro Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. ágúst 2014 13:53 Mateo Kovacic skoraði þrennu fyrir Inter í kvöld og hér fagnar hann öðru marki sínu. Vísir/AFP Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni eftir sex marka stórtap í seinni leiknum á móti ítalska liðinu Internazionale í umspili um laust sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Ítalirnir unnu samanlagt 9-0. Þetta var áttundi Evrópuleikur Stjörnumanna í ár og þetta sumar hefur verið stórt og mikið ævintýri. Garðbæingar áttu hinsvegar litla möguleika á móti einum af risanum í ítalska boltanum. Hinn tvítugi Króati Mateo Kovacic skoraði þrennu á fyrstu 52 mínútunum og Mauro Icardi skoraði tvö eftir að hafa komið inná sem varamaður. Stjörnumenn áttu auðvitað ekki mikla möguleika á því að komast áfram eftir 3-0 tap í fyrri leiknum á Laugardalsvellinum og þetta var erfitt kvöld fyrir Garðbæinga á San Siro leikvanginum í Mílanó í kvöld. Internazionale var 2-0 yfir í hálfleik eftir tvö mörk Króatans Mateo Kovacic með fimm mínútna millibili en mörkin hefðu getað orðið miklu fleiri á fyrstu 45 mínútunum. Ítalska liðið bætti úr því í seinni hálfleiknum og var komið í 3-0 eftir aðeins eina mínútu. Það mark gerði Pablo Osvaldo með flottum skalla en hann var stórhættulegur allan fyrri hálfleikinn. Mateo Kovacic innsiglaði síðan þrennu sína á 51. mínútu þegar hann kom Inter í 4-0 og var tekinn af velli strax í kjölfarið. Varamaðurinn Mauro Icardi skoraði fimmta markið á 69. mínútu og skömmu síðar þurfti Garðar Jóhannsson að haltra af velli meiddur. Garðar var nýkominn inná og Stjörnuliðið var búið með allar skiptingarnar sínar. Stjarnan þurfti því að vera manni færri síðustu tuttugu mínúturnar. Mauro Icardi skoraði í fyrri leiknum og bætti við sínu öðru marki í kvöld á 80. mínútu. Hann fékk tækifæri til að skora þrennu en Ingvar Jónsson varði tvívegis mjög vel frá honum.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30 Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30 Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13 Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30 Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Góð stemming fyrir leik Stjörnunnar og Inter | Myndir Þrátt fyrir 0-3 tap gegn Inter í gær var frábær stemming hjá stuðningsmönnum Stjörnunnar á Ölver fyrir leik, í skrúðgöngunni á leikinn og á leiknum sjálfum. Vísir hefur tekið saman skemmtilega myndsyrpu frá kvöldinu. 21. ágúst 2014 08:30
Arnar Már: Geðveikt að fá að spila á San Siro Stjarnan mætir Inter í seinni leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2014 09:30
Umfjöllun, viðtöl og myndbönd: Stjarnan - Inter 0-3 | Ítalska stórveldið númeri of stórt Inter reyndist vera of stór biti fyrir Stjörnumenn. 20. ágúst 2014 12:13
Bjarni Ben fékk mynd af sér með Fabio Cannavaro Bjarni Benediktsson hitti Fabio Cannavaro, fyrrum fyrirliða ítalska landsliðsins á kaffihúsi í Mílanó í dag en Bjarni er mættur til Mílanó til að fylgjast með seinni leik Inter og Stjörnunnar. 28. ágúst 2014 13:30