Hanna Birna svarar umboðsmanni 9. september 2014 17:52 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra. vísir/daníel Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér. Alþingi Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir svaraði í dag bréfi Tryggva Gunnarssonar, umboðsmanns Alþingis, sem hann sendi henni þegar hann tilkynnti að hann myndi hefja formlega athugun á samskiptum hennar við Stefán Eiríksson lögreglustjóra. Í svari sínu segir Hanna Birna að það séu meginatriði þessa máls og það sem mestu skipti að Stefán hafi ekki verið stjórnandi umræddrar rannsóknar. „Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, stjórnaði henni ekki, tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þessar ákvarðanir voru í höndum ríkissaksóknara (R) sem bar ábyrgð á rannsókninni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að í bréfi umboðsmanns sé fjallað ítarlega um lýsingu lögreglustjórans á samskiptum við ráðherra Hanna Birna segist ekki ætla og geti ekki stöðu sinnar vegna haft opinberlega orðrétt eftir samskipti sín við embættismenn, en geti hins vegar fullyrt að upplifun hennar af þessum samtölum við Stefán hafi ekki verið í samræmi við þá mynd sem dregin er upp í bréfi Umboðsmanns Alþingis. Samskiptin hafi fyrst og fremst snúist um að bera undir Stefán hvað væri eðlilegt ferli almennt í slíkum rannsóknum og hvernig öryggi rannsóknargagna væri almennt tryggt. Hanna Birna segist hafa gert það sem hún gat til að greiða fyrir rannsókninni. Hún hafi fengið þær upplýsingar í byrjun að rannsóknin myndi taka um tvær vikur eða svo, en ekki rúmlega hálft ár. „Engar viðhlítandi skýringar hafa fengist á því hvers vegna þessi tiltölulega einfalda rannsókn tók svo langan tíma og varð svo umfangsmikil sem raun ber vitni,“ segir Hanna Birna. Þá segir Hanna Birna að ekki hafi verið tilefni fyrir ráðherra að víkja úr embætti við upphaf rannsóknarinnar, ekki síst í því ljósi að ákvörðun ríkissaksóknara um fyrirkomulag rannsóknarinnar tryggði sjálfstæði gagnvart ráðuneytinu. Hún hafi með öðrum orðum ekki farið með neinar þær stjórnunar- eða eftirlitsheimildir í málinu sem kölluðu á að hún viki sæti. Tilefni til þess hafi heldur ekki myndast síðar, enda hafi ekki falist í samtölum hennar við Stefán nokkur afskipti af rannsókninni. Hún ítrekar að hún hafi talið sig allan tímann standa rétt að verki, sem og aðra í ráðuneytinu, L og öðrum sem hlut eiga að máli.Bréfið í heild sinni má lesa hér.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira