Zlatan Ibrahimovic gerði lítið úr meintu olnbogaskoti sínu á David Alaba í leik Svíþjóðar og Austurríkis eftir leikinn í gær.
Leikmenn austurríska liðsins voru afar óánægðir með dómara leiksins að sleppa Zlatan fyrir er virtist vera í þeirra augum augljóst olnbogaskot.
Zlatan var ekki á sömu nótunum, hann viðurkenndi að hafa rekist í hann en að það hefði verið vegna hæðamismunar en Zlatan er tæpir tveir metrar á hæð.
„Ég reyndi að skýla boltanum og hann sem er held ég 1,50 eða 1,60 metrar á hæð fer í olnbogann minn. Dómarinn mat þetta rétt að mínu mati, ef hann ætlaði að reka mig útaf fyrir þetta hefði ég átt skilið 40 leikja bann,“ sagði Zlatan.
Zlatan: Ef þetta var rautt á ég skilið 40 leikja bann

Mest lesið

„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


VAR í Bestu deildina?
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn




