Handbolti

Valur vann Ragnarsmótið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðmundur Hólmar spilaði vel í sigri Vals.
Guðmundur Hólmar spilaði vel í sigri Vals. Vísir/Daníel
Valur bar sigur úr býtum gegn Stjörnunni í úrslitaleik Ragnarsmótsins sem fer fram á Selfossi hvert ár, en um æfingarmót er að ræða.

Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson voru markahæstir hjá Val sem unnu nýliðana í Olís-deildinni Stjörnuna í úrslitaleik. Hjá Stjörnunni Sverrir Eyjólfsson markahæstur.

Grótta marði HK í leiknum um þriðja sætið og Afturelding vann Selfoss naumlega í leiknum um fimmta sætið.

Guðmundur Hólmar úr Val var valinn besti leikmaðurinn og besti varnarmaðurinn. Starri Friðriksson úr Stjörnunni var valinn besti sóknarmaðurinn og besti markmaðurinn var kollegi Guðmundar úr Val, Hlynur Morthens. Markahæstur var Sverrir Pálsson úr Selfossi með 21 mark.

Markaskorara má sjá hér að neðan.

Selfoss - Afturelding 27-31

Mörk Selfossar: Sverrir Pálsson 9, Egidijus Mikalonis 6, Jóhann Erlingsson 3, Árni Geir Hilmarsson 2, Gunnar Ingi Jónsson 2, Andri Már Sveinsson 2, Hörður Másson 1, Hergeir Grímsson 1.

Mörk Aftureldingar: Elvar Ásgeirsson 7, Böðvar Páll Ásgeirsson 6, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Örn Ingi Bjarkason 3, Ágúst Birgisson 3, Birkir Benediktsson 3, Kristinn Hrannar Bjarkason 2, Bjarki Lárusson 1.

HK - Grótta 31-32

Mörk HK: Leó Snær Pétursson 12, Þorgrímur Smári Ólafsson 6, Andri Þór Helgason 5, Óðinn Þór Ríkharðsson 2, Tryggvi Þór Tryggvason 2, Sigurður Egill Karlson 2, Björn Þórsson Björnsson 1, Guðni Már Kristinsson 1.

Mörk Gróttu: Þorgeir Davíðsson 6, Kristján Karlsson 5, Árni B. Árnason 5, Aron Heiðar Guðmundsson 4, Hjalti Hjaltason 4, Þórir Jökull Finnbogason 3, Aron Valur Jóhannsson 2, Styrmir Sigurðsson 1, Friðgeir Arnarsson 1, Aron Dagur Pálsson 1.

Valur - Stjarnan 33-29

Mörk Vals: Geir Guðmundsson 6, Guðmundur Hólmar Helgason 6, Finnur Ingi Stefánsson 6, Orri Freyr Gíslason 3, Elvar Friðriksson 3, Bjartur Guðmundsson 2, Alexander Örn Júlíusson 2, Kári Kristján Kristjánsson 2, Vignir Stefánsson 1, Daníel Þór Ingason 1, Ómar Ingi Magnússon 1.

Mörk Stjörnunnar: Sverrir Eyjólfsson 10, Hrannar Bragi Eyjólfsson 5, Víglundur Jarl Þórsson 5, Starri Friðriksson 3, Ari Pétursson 2, Andri Grétarsson 2, Eyþór Magnússon 1, Hjálmtýr Alfreðsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×