Lego orðinn stærsti leikfangaframleiðandi heims Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2014 18:32 The Lego Movie fékk víða frábæra dóma. Vísir/AFP Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Danski smákubbaframleiðandinn Lego er nú, í kjölfar örs vaxtar undanfarna sex mánuði, stærsta leikfangafyrirtæki heims. Lego tilkynnti í dag að tekjur fyrirtækisins hefðu aukist um 11% á fyrstu sex mánuðum ársins frá síðasta starfsári. Sala Lego nam 2,03 milljörðum bandaríkjadala, um 240 milljarðar króna, en sala fyrirtækisins Mattel, sem er hvað helst þekkt fyrir að framleiða Barbie-brúðuna, nam 2 milljörðum dala. Mattel hefur lengi vel verið stærsti leikfangaframleiðandi heims en dregið hefur verulega úr eftirspurn eftir hinni sígildu Barbie á þessu ári. Er það meðal annars talið vegna tregðu framleiðandans til að aðlagast breyttum tíðaranda. Danski kubbafyrirtækið hefur hins vegar malað gull á síðustu misserum og má það að miklu leyti rekja til hinnar geisivinsælu Lego Movie sem frumsýnd var fyrr í ár. Myndin hlaut góða dóma og jók áhugann á vörum fyrirtækisins. Fyrirtækið hefur í kjölfarið ákveðið að leggja aukna áherslu á kvikmyndaframleiðslu á næstu árum en tvær myndir eru nú þegar á teikniborðinu. Fyrirhugað er að kvikmynd byggð á Ninjago-vörum fyrirtækisins rati í kvikmyndahús á næsta ári og Lego Movie 2 árið 2017. Þá hefur aukin eftirspurn eftir Lego-vörum í Kína haft sitt að segja um vöxt fyrirtækisins og áætla forsvarsmenn þess að það geti fjórfaldast í stærð á næstu tíu árum.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira