Óður til eldri kynslóða Hlédís Sveinsdóttir skrifar 18. september 2014 16:21 Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hlédís Sveinsdóttir Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Fyrr á öldum þurftu mæður, þvert á ást sína, að bera út börn sem getin voru í lausaleik. Í seinni tíð voru þau tekin af þeim og sett í fóstur, of til vandalausa. Það eru ekki mörg ár síðan einstæðar mæður voru samfélagslega viðurkenndar og höfðu hvorki félagslegt kerfi á bak við sig né skilning samfélagsins. Það þótti skömm að því að fæða barn utan hjónabands og skömmin var konunnar. Ef mæður fengu að halda barninu, þurftu þær oft að takast á við félagslega einangrun, fátækt og skömm ofan á andlegt og líkamlegt álag sem barneign fylgir. Ég ætla ekki að reyna að setja á blað þann sársauka sem hlýtur að fylgja því að þurfa að gefa frá sér barn. Því miður fyrirfinnast ennþá samfélög sem viðurkenna ekki einstæðar mæður. Það þarf hugrekki og fordómaleysi til að breyta gildum í samfélagi. Það er ekki tilviljun að við búin í svo mannelskandi samfélagi. Einhverstaðar á leiðinni tóku forfeður og formæður okkar ákvarðanir. Ákvarðanir um að skapa aðstæður fyrir einstæðar mæður til að ala upp börn sín og treysta þeim fyrir ábyrgðinni sem því fylgir. Fyrri kynslóðum þakka ég fyrir hugrekki, réttsýni, traust og baráttu fyrir bættu samfélagi fyrir þau sem á eftir koma. Ég fékk að uppskera. Ég fékk að eiga barnið mitt og samfélagið sýndi mér skilning, umhyggju og öryggi. Mitt hlutverk er og verður að bregðast ekki þessu trausti. Samfélög eru lifandi og opinbert kerfi er það einnig. Getum við sem byggjum og búum til þetta samfélag núna verið kynslóðirnar sem viðurkenna feður til jafns við mæður sem uppalendur og þátttakendur í lífi barnanna sinna? Höfum við hugrekki til að viðurkenna gerbreytt mynstur fjölskyldna og getum við aðlagað kerfið að tvöföldu lögheimili barns? Getum við gert karlmönnum mögulegt að fara fram á faðernispróf telji þeir sig eiga barn með giftri konu ( þeir geta ekkert aðhafst eins og staðan er í dag ef maki konunnar gengst við barninu )? Getum við lagað kerfið þannig að barn/börn einstæðra feðra séu ekki sjálfkrafa strikuð út af skattaframtali þeirra? Getum við sannmælst um að útrýma tálmunum þegar hæfir foreldrar eiga í hlut? Það er lúxus þegar tveir einstaklingar eiga og elska sama barnið, látum kerfið vinna með barninu og flóknu fjölskylduminnstri foreldra þess – ekki á móti. Munum að vera þakklát fyrir það sem við höfum, gleymum ekki hvaðan við komum og verum alltaf á verði fyrir því að breyta rétt fyrir þá sem á eftir koma. Höfum ást á mönnum og málefnum sem gildi í uppbyggingu samfélagsins, ekki hræðslu og fordóma.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar