Handbolti

ÍR varð Reykjavíkurmeistari í handbolta

Tómas Þór Þórðarson skrifar
ÍR-ingar urðu bikarmeistarar í fyrra.
ÍR-ingar urðu bikarmeistarar í fyrra. vísir/vilhelm
ÍR vann Fram, 33-28, í hálfgerðum úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í handbolta á heimavelli sínum í Austurbergi í gærkvöldi.

Staðan í hálfleik var 19-15 fyrir heimamenn sem náðu mest níu marka forystu í seinni hálfleik, 32-23, og unnu á endanum nokkuð þægilegan sigur.

Fyrir leikinn var ljóst að það lið sem myndi vinna leikinn yrði Reykjavíkurmeistari, en ÍR endaði í efsta sæti af fimm liðum með sex stig eftir þrjá sigra og eitt tap.

Fram er með fjögur stig eftir þrjá leiki og á eftir einn leik á móti 1. deildar liði KR, en ÍR var afhentur bikarinn í gær því úrslit í innbyrðisviðureignum gilda og kemst Fram því ekki yfir Breiðhyltinga úr þessu.

Fín byrjun hjá BjarnaFritzsyni sem þjálfari ÍR, en hornamaðurinn öflugi er tekinn við uppeldisfélagi sínu. Hann skoraði sex mörk í leiknum.

Sturla Ásgeirsson var markahæstur með átta mörk og Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði sjö mörk, en ÍR-ingar spiluðu án BjörgvinsHólmgeirssonar.

Línumaðurinn Garðar Sigurjónsson var markahæstur í liði Fram með sex mörk líkt og hornamaðurinn skemmtilegi ÓlafurÓlafsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×