Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Höskuldur Kári Schram skrifar 10. september 2014 14:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna. Alþingi Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Innlent Fleiri fréttir Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Sjá meira