Auknar álögur á örorkulífeyrisþega í fjárlagafrumvarpi 2015 Ellen Calmon skrifar 10. september 2014 13:20 Stjórnvöld boða 3,5% hækkun bóta almannatrygginga á sama tíma og áætlanir eru um að hækka matarskattinn í 12% og bæta enn á álögur sjúklinga. Tekjulágir hópar s.s. örorkulífeyrisþegar, þurfa að verja stærri hluta tekna sinna til matarkaupa, en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að örorkubætur duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Það ætti ekki að þurfa að taka fram að mikill munur er á fjárhagslegum aðstæðum almennings og þessa hóps. Því mun hækkun matarskattarins koma mjög illa við þennan hóp, en ófáir örorkulífeyrisþega eiga hreinlega ekki fyrir mat út mánuðinn. Rannsóknir hafa sýnt að örorkulífeyrisþegar sem eru með skerta starfsgetu, oft vegna heilsubrests, nota heilbrigðiskerfið meira en margur annar. Gjöld fyrir heilbrigðistengda þjónustu hækkuðu á bilinu 4 – 20% í byrjun þessa árs auk þess sem gjaldskrá hins opinbera fyrir rannsóknir og sérfræðiþjónustu hækkaði einnig í júlí síðast liðnum. Til að bæta gráum ofan á svart er í frumvarpinu boðaðar enn frekari hækkanir s.s. með hækkun viðmiðunarfjárhæða í greiðsluþátttökukerfi lyfja. Enn á ný eiga opinber gjöld að hækka umtalsvert meira en bæturnar og eru hækkanir langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en fjármálaráðherra hafði áður lofað að hækkanir opinberra gjalda ættu ekki að fara yfir 2,5 % verðbólgumarkmiðið. Meiri álögur á sjúklinga hindra enn frekar aðgengi tekjulágra hópa, s.s. örorkulífeyrisþega, að heilbrigðisþjónustu, en rannsóknir hafa sýnt að æ fleiri örorkulífeyrisþegar fresta því að fara til læknis eða fara ekki. Hins vegar tel ég jákvætt að áætlað sé að hækka barnabætur og er það mikilvæg aðgerð fyrir barnafólk með lágar tekjur. Ég minni á að lífeyrisþegar bíða enn leiðréttingu kjaragliðnunar síðustu ára og hvet stjórnvöld til forgangsraða í þágu velferðar og mannréttinda svo fólk búi við viðunandi framfærslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárlagafrumvarp 2015 Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld boða 3,5% hækkun bóta almannatrygginga á sama tíma og áætlanir eru um að hækka matarskattinn í 12% og bæta enn á álögur sjúklinga. Tekjulágir hópar s.s. örorkulífeyrisþegar, þurfa að verja stærri hluta tekna sinna til matarkaupa, en nýlegar rannsóknir hafa sýnt að örorkubætur duga ekki til mannsæmandi framfærslu. Það ætti ekki að þurfa að taka fram að mikill munur er á fjárhagslegum aðstæðum almennings og þessa hóps. Því mun hækkun matarskattarins koma mjög illa við þennan hóp, en ófáir örorkulífeyrisþega eiga hreinlega ekki fyrir mat út mánuðinn. Rannsóknir hafa sýnt að örorkulífeyrisþegar sem eru með skerta starfsgetu, oft vegna heilsubrests, nota heilbrigðiskerfið meira en margur annar. Gjöld fyrir heilbrigðistengda þjónustu hækkuðu á bilinu 4 – 20% í byrjun þessa árs auk þess sem gjaldskrá hins opinbera fyrir rannsóknir og sérfræðiþjónustu hækkaði einnig í júlí síðast liðnum. Til að bæta gráum ofan á svart er í frumvarpinu boðaðar enn frekari hækkanir s.s. með hækkun viðmiðunarfjárhæða í greiðsluþátttökukerfi lyfja. Enn á ný eiga opinber gjöld að hækka umtalsvert meira en bæturnar og eru hækkanir langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans en fjármálaráðherra hafði áður lofað að hækkanir opinberra gjalda ættu ekki að fara yfir 2,5 % verðbólgumarkmiðið. Meiri álögur á sjúklinga hindra enn frekar aðgengi tekjulágra hópa, s.s. örorkulífeyrisþega, að heilbrigðisþjónustu, en rannsóknir hafa sýnt að æ fleiri örorkulífeyrisþegar fresta því að fara til læknis eða fara ekki. Hins vegar tel ég jákvætt að áætlað sé að hækka barnabætur og er það mikilvæg aðgerð fyrir barnafólk með lágar tekjur. Ég minni á að lífeyrisþegar bíða enn leiðréttingu kjaragliðnunar síðustu ára og hvet stjórnvöld til forgangsraða í þágu velferðar og mannréttinda svo fólk búi við viðunandi framfærslu.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar