Lars: Auðvelt að halda að við séum betri en við erum Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ríga skrifar 10. október 2014 07:00 Lars og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson kátir á blaðamannafundi í gær. Vísir/Valli Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðsins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leikmannahópnum. Landsliðið vann í síðasta mánuði frábæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrkleikalista FIFA. „Það er oft erfitt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundinum í gær. „Væntingar aukast með velgengninni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“ Lagerbäck er minnugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undankeppni og hefur ítrekað verið rætt um tapleikinn í Kýpur sem kom nokkrum dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því prófraun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur. Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálfaraferli. „Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverjum leik.“ En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Ísland mætir Lettlandi í Riga í kvöld en á blaðamannafundi landsliðsins sagði Lars Lagerbäck, annar þjálfaranna, að hann hefði ekki orðið var við vanmat í íslenska leikmannahópnum. Landsliðið vann í síðasta mánuði frábæran 3-0 sigur á Tyrkjum og mætir í kvöld lemstruðu liði Lettlands sem er talsvert lægra skrifað á styrkleikalista FIFA. „Það er oft erfitt að takast á við væntingarnar, bæði hjá leikmönnum og aðilum sem standa utan liðsins,“ sagði Lagerbäck á fundinum í gær. „Væntingar aukast með velgengninni og þá er auðvelt að halda að við séum betri en við erum.“ Lagerbäck er minnugur þess að íslenska liðið átti slæma leiki í síðustu undankeppni og hefur ítrekað verið rætt um tapleikinn í Kýpur sem kom nokkrum dögum eftir góðan sigur á Noregi. „Þetta verður því prófraun fyrir okkur – að sýna að við getum átt tvo góða leiki í röð.“ Hér fyrir ofan er gengi liðsins undir hans stjórn í næsta alvöru leik eftir sigur. Lagerbäck hefur áður haft orð á því að leikurinn gegn Tyrklandi hafi verið einn sá besti sem hann hafi upplifað á sínum 37 ára þjálfaraferli. „Þetta er það sem mér finnst svo athyglisvert við fótbolta – að reyna að komast að því hvað það var sem olli því að liðið small svona vel saman. Og af hverju það ætti ekki að geta gert það í hverjum leik.“ En hann ítrekar að einbeiting og þolinmæði séu lykilatriði. „Við ætlum okkur til Frakklands en til þess þurfum við að klára níu leiki til viðbótar.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira