Pahars: Ísland ekki áhyggjuefni stóru liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 08:00 Kári Árnason og fyrir aftan hann eru Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Anton Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti