Kolbeinn: Tek gagnrýnina ekki inn á mig Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 9. október 2014 14:00 Kolbeinn Sigþórsson hvíldi á æfingum íslenska landsliðsins í gær vegna smávægilegra hnémeiðsla. Vísir/Valli Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson, leikmaður Ajax og íslenska landsliðsins, lætur gagnrýni í Hollandi ekki hafa áhrif á sig. Kolbeinn er nú þegar orðinn einn markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi þó svo að hann sé ungur að árum. Hann vantar aðeins eitt mark til að jafna árangur Ríkharðs Jónssonar sem átti markamet íslenska landsliðsins í 45 ár þar til Eiður Smári Guðjohnsen bætti það árið 2007. Þrátt fyrir frábæran árangur með íslenska landsliðinu hefur Kolbeinn ekki enn náð að skora fyrir Ajax í Evrópukeppnum. Hann hefur spilað í rúmar þúsund mínútur án þess að skora mark. „Ég tek þetta ekki inn á mig,“ segir Kolbeinn um gagnrýnina sem hann hefur fengið fyrir markaþurrðina. „Það eru miklar væntingar hjá stóru félagi eins og Ajax. Þegar maður skorar ekki fær maður bara að heyra það.“ „Ég er vanur því. Ég fór í gegnum erfitt tímabil í fyrra þar sem ég hefði gjarnan viljað skora meira. En ég er mjög ánægður hjá Ajax og líður vel í Hollandi.“Kolbeinn ræðir við aðstoðardómara í leik með Ajax.Vísir/AFPKolbeinn sagði eftir að síðasta keppnistímabili lauk að hann vildi reyna fyrir sér utan Hollands og hann var orðaður við nokkur lið, til að mynda í Englandi. En ekkert varð af félagaskiptunum. „Það voru ekki vonbrigði. Ég fann mig vel hjá Ajax í lok gluggans og ákvað að vera áfram í allavega eitt ár í viðbót. Það kemur svo í ljós hvað gerist næsta sumar.“ Spurður hvort hann telji sig þurfa að fara frá Hollandi til að halda áfram að bæta sig telur Kolbeinn að hann geti gert það hjá Ajax. „Ég er hjá góðu liði í dag en var lengi frá vegna meiðsla fyrstu árin mín í Hollandi. Á síðasta tímabili var ég þar að auki að koma til baka eftir erfið meiðsli og náði ekki mínu besta fram.“ „Ég býst við miklu af sjálfum mér og finn að ég er aftur að kmoast í mitt besta form. Ég hef fulla trú á því að þá fari mörkin að koma hjá mér.“ Hann segist hafa verið nálægt því að ganga til liðs við QPR í Englandi í sumar en hann var sterklega orðaður við félagið. „En það er liðin tíð og ég er ekkert að pæla í því núna. Ég einbeiti mér þess í stað að standa mig vel hjá Ajax.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30 Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49 Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Sjáið þrennuna hans Kolbeins Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði sínu Ajax í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær sem lagði NAC Breda 5-2. Kolbeinn skoraði þrennu í leiknum. 28. september 2014 20:30
Kolbeinn áfram hjá Ajax - framlengdi til 2016 Kolbeinn Sigþórsson verður áfram hjá hollenska liðinu Ajax en íslenski landsliðsframherjinn hefur framlengt samning sinn um eitt ár samkvæmt heimildum Íþróttadeildar 365. 28. ágúst 2014 18:49
Kolbeinn: Redknapp var áhugasamur um að fá mig Landsliðsframherjinn kaus að vera áfram hjá Ajax og telur sig fá meiri spiltíma núna. 2. september 2014 20:20