Emil: Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. október 2014 07:00 Emil Hallfreðssyni líður vel á Ítalíu. Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson missti föður sinn, Hallfreð Emilsson, eftir baráttu við krabbamein í síðasta mánuði. Hallfreður lést langt fyrir aldur fram en þrátt fyrir mikinn missi gaf Emil kost á sér í verkefni íslenska landsliðsins sem mætir Lettlandi í Riga á morgun. Fréttablaðið tók Emil tali fyrir æfingu liðsins á Skonto-leikvanginum í gær þar sem hann ræddi þennan mikla missi fyrir sig og fjölskyldu sína. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu,“ segir Emil. „Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað.“Veitti mér huggun og gleði Emil leikur með Hellas Verona á Ítalíu og félagið hefur sýnt honum mikinn stuðning á þessum erfiðu tímum. Fyrir það er hann þakklátur. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“Guð enn raunverulegri en áður Emil og fjölskyldu hans líður afar vel á Ítalíu en í haust hóf hann sitt fimmta keppnistímabil þar. Hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Hellas Verona, þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Hann finnur einnig mikinn styrk í sinni trú í þessum raunum. „Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður og þrátt fyrir allt hefur trú mín styrkst. Það kann að hljóma einkennilega fyrir einhverja en það er engu að síður tilfellið hjá mér og minni fjölskyldu.“Ítalir eru svo hlýir Ítalir eru margir trúræknir og Emil segir að hann finni sig vel í slíku umhverfi. „Ítalir eru svo hlýir. Þeir eru opnir og miklar tilfinningaverur. Þannig er maður sjálfur og því er maður nokkurn veginn á heimavelli þar. Það sýnir sig best í því hversu mikinn skilning maður fékk og þá samúð sem við höfum fengið. Mér þykir afar vænt um það.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Emil snéri aftur og lagði upp sigurmark Emil Hallfreðsson lagði upp sigurmark Hellas Verona í 1-0 sigri á Cagliari í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Emils eftir að hann missti föður sinn. 4. október 2014 18:02 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Lagerbäck: Leikurinn gegn Tyrkjum einn sá besti á 37 ára ferli mínum Lofaði íslensku landsliðsmennina í hástert. 3. október 2014 22:51 Strákarnir æfa í Ríga | Myndir Mæta heimamönnum í mikilvægum leik 8. október 2014 17:38 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Emil spilar með súperstjörnum í Friðarleik Páfans á mánudagskvöldið Íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni hefur verið boðið að taka þátt í Friðarleik Francis páfa sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm á mánudagskvöldið. 29. ágúst 2014 18:50 Falleg kveðja frá Verona til Emils vegna andláts föður hans Landsliðsmaðurinn missti föður sinn og hefur Verona beðið um að fá að spila með sorgarbönd annað kvöld. 23. september 2014 08:30 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Emil hafði betur gegn Maradona | Myndir Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. 2. september 2014 11:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Rúrik kom Gylfa til að hlæja | Myndband Landsliðsstjarnan trufluð í viðtali við Vísi fyrir landsliðsæfingu í Riga í dag. 8. október 2014 16:34 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson missti föður sinn, Hallfreð Emilsson, eftir baráttu við krabbamein í síðasta mánuði. Hallfreður lést langt fyrir aldur fram en þrátt fyrir mikinn missi gaf Emil kost á sér í verkefni íslenska landsliðsins sem mætir Lettlandi í Riga á morgun. Fréttablaðið tók Emil tali fyrir æfingu liðsins á Skonto-leikvanginum í gær þar sem hann ræddi þennan mikla missi fyrir sig og fjölskyldu sína. „Það var erfitt að þurfa að kveðja hann sem föður og minn besta vin í lífinu,“ segir Emil. „Ég mun halda minningu hans á lofti en um leið halda áfram að lifa lífinu. Það hefði hann viljað.“Veitti mér huggun og gleði Emil leikur með Hellas Verona á Ítalíu og félagið hefur sýnt honum mikinn stuðning á þessum erfiðu tímum. Fyrir það er hann þakklátur. „Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast en viðbrögð félagsins fannst mér ótrúleg. Félagið sendi frá sér afar fallega kveðju og leikmenn spiluðu með sorgarbönd fyrir pabba,“ segir Emil en stuðningsmannasveit landsliðsins, Tólfan, heiðraði einnig minningu Hallfreðs með gjöf. „Það þótti mér einstakt líka. Allt þetta var fallegt og styrkjandi og veitti mér bæði huggun og gleði.“ Emil sneri aftur til Ítalíu fyrir leik Hellas Verona gegn Cagliari á laugardaginn. Hann kom inn á sem varamaður og lagði upp sigurmarkið í 1-0 sigri. „Þegar ég labbaði út af eftir leikinn kölluðu allir stuðningsmennirnir nafnið mitt. Þá báru tilfinningarnar mig ofurliði og ég brast í grát,“ segir Emil. „Mér kom margt til hugar eftir leikinn enda hafði ég það að vana að hringja alltaf í kallinn eftir leik til að gera hann upp. Það var því ekkert símtal að þessu sinni.“Guð enn raunverulegri en áður Emil og fjölskyldu hans líður afar vel á Ítalíu en í haust hóf hann sitt fimmta keppnistímabil þar. Hann á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Hellas Verona, þar sem honum líður eins og heima hjá sér. Hann finnur einnig mikinn styrk í sinni trú í þessum raunum. „Fyrir mér er Guð enn raunverulegri en áður og þrátt fyrir allt hefur trú mín styrkst. Það kann að hljóma einkennilega fyrir einhverja en það er engu að síður tilfellið hjá mér og minni fjölskyldu.“Ítalir eru svo hlýir Ítalir eru margir trúræknir og Emil segir að hann finni sig vel í slíku umhverfi. „Ítalir eru svo hlýir. Þeir eru opnir og miklar tilfinningaverur. Þannig er maður sjálfur og því er maður nokkurn veginn á heimavelli þar. Það sýnir sig best í því hversu mikinn skilning maður fékk og þá samúð sem við höfum fengið. Mér þykir afar vænt um það.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45 Emil snéri aftur og lagði upp sigurmark Emil Hallfreðsson lagði upp sigurmark Hellas Verona í 1-0 sigri á Cagliari í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Emils eftir að hann missti föður sinn. 4. október 2014 18:02 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Lagerbäck: Leikurinn gegn Tyrkjum einn sá besti á 37 ára ferli mínum Lofaði íslensku landsliðsmennina í hástert. 3. október 2014 22:51 Strákarnir æfa í Ríga | Myndir Mæta heimamönnum í mikilvægum leik 8. október 2014 17:38 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Emil spilar með súperstjörnum í Friðarleik Páfans á mánudagskvöldið Íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni hefur verið boðið að taka þátt í Friðarleik Francis páfa sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm á mánudagskvöldið. 29. ágúst 2014 18:50 Falleg kveðja frá Verona til Emils vegna andláts föður hans Landsliðsmaðurinn missti föður sinn og hefur Verona beðið um að fá að spila með sorgarbönd annað kvöld. 23. september 2014 08:30 Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14 Emil hafði betur gegn Maradona | Myndir Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. 2. september 2014 11:00 Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45 Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09 Rúrik kom Gylfa til að hlæja | Myndband Landsliðsstjarnan trufluð í viðtali við Vísi fyrir landsliðsæfingu í Riga í dag. 8. október 2014 16:34 Mest lesið Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ Körfubolti „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sevilla - Barcelona | Börsungar í Andalúsíu KA - Vestri | Hvað gera Vestramenn með Jóni Þór? FH - Þróttur | Baráttan um Evrópusætið Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma | Albert mætir Rómverjum Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Sjá meira
Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00
Landsliðshópur Letta lemstraður Margir frá vegna meiðsla og lykilmenn fá lítið að spila með sínum liðum. 8. október 2014 13:45
Emil snéri aftur og lagði upp sigurmark Emil Hallfreðsson lagði upp sigurmark Hellas Verona í 1-0 sigri á Cagliari í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Emils eftir að hann missti föður sinn. 4. október 2014 18:02
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37
Lagerbäck: Leikurinn gegn Tyrkjum einn sá besti á 37 ára ferli mínum Lofaði íslensku landsliðsmennina í hástert. 3. október 2014 22:51
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43
Emil spilar með súperstjörnum í Friðarleik Páfans á mánudagskvöldið Íslenska landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni hefur verið boðið að taka þátt í Friðarleik Francis páfa sem fer fram á Ólympíuleikvanginum í Róm á mánudagskvöldið. 29. ágúst 2014 18:50
Falleg kveðja frá Verona til Emils vegna andláts föður hans Landsliðsmaðurinn missti föður sinn og hefur Verona beðið um að fá að spila með sorgarbönd annað kvöld. 23. september 2014 08:30
Hefðbundið val hjá Lars og Heimi | Sex leikmenn til vara Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson eru búnir að velja íslenska landsliðshópinn sem mætir Lettlandi og Hollandi í næstu leikjum í undankeppni EM 2016. 3. október 2014 13:14
Emil hafði betur gegn Maradona | Myndir Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson tók þátt í mjög sérstökum knattspyrnuleik í gær þar sem hann spilaði meðal annars gegn sjálfum Diego Armando Maradona. 2. september 2014 11:00
Mun spila af öllu hjarta fyrir pabba Tólfan færði landsliðsmanninum Emil Hallfreðssyni treyju til minningar um föður hans. 7. október 2014 22:45
Hjartnæm skilaboð Emils Emil Hallfreðsson segir að samúðarkveðjurnar hafi hjálpað til. 6. október 2014 11:09
Rúrik kom Gylfa til að hlæja | Myndband Landsliðsstjarnan trufluð í viðtali við Vísi fyrir landsliðsæfingu í Riga í dag. 8. október 2014 16:34