Landsliðshópur Letta lemstraður Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 13:45 Aleksandrs Cauņa í leik með Lettlandi árið 2012. Vísir/AFP Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Margir fastamenn með lettneska landsliðinu eru frá vegna meiðsla og þá eru margir af lykilmönnum þess í lítilli sem engri leikæfingu. Þetta segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í samtali við Vísi. „Við söknum leikmanna í nánast öllum stöðum á vellinum,“ sagði hann um ástandið á lettneska landsliðshópnum. Fyrstan ber að nefna markvörðinn Andris Vaņins sem leikur með Sion í Sviss. Hann er ekki í hópnum nú og kemur það því í hlut hins 39 ára gamla Aleksandrs Koļinko að verja markið á föstudag. „Hann hefur haldið hreinu í síðustu leikjum og spilaði virkilega vel í vináttuleiknum gegn Armeníu (2-0 sigur í byrjun september),“ segir Ilvars en Koļinko var aðalmarkvörður Lettlands þegar liðið komst í úrslitakeppni EM 2004. Meðal annarra sem eru frá vegna meiðsla má nefna vinstri bakvörðinn Vitālijs Maksimenko, sem spilar með VVV Venlo í Hollandi, og miðjumennina Artis Lazdiņš, Alans Siņeļņikovs og Oļegs Laizāns. Þá er sóknarmaðurinn Edgars Gauračs ekki í hópnum þar sem hann er nýbúinn að jafna sig á sínum meiðslum. En helst sakna Lettar hins 26 ára Aleksandrs Cauņa sem leikur með rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. „Allt eru þetta mikilvægir leikmenn í landsliðinu en fjarvera Cauņa er hvað erfiðust fyrir liðið. Hann hefur verið í miklu basli undanfarið ár vegna ökklameiðsla en Cauņa er okkar teknískasti leikmaður og er leiðtogi á miðjunni.“ Þess fyrir utan eru margir í hópnum hjá Lettlandi sem hafa lítið sem ekkert spilað að undanförnu. Tveir eru án félags sem stendur, þar af fyrirliðinn Kaspars Gorkšs sem hefur leikið með Blackpool, QPR og nú síðast Reading í Englandi. „Hann spilaði síðast með félagsliði í apríl. En hann var góður í leikjunum í Baltic Cup í maí og var líka fínn gegn Kasökum. Ég hef því ekki miklar áhyggjur af honum.“Ilvars Koscinkevičs.Aleksandrs Fertovs er einnig án félags en hann hefur að sögn Ilvars dvalið í Póllandi síðustu vikurnar og er nálægt því að landa samningi við úrvalsdeildarlið þar í landi. „Artjoms Rudņevs hefur lítið spilað með Hamburg í þýsku úrvalsdeildinni og hið sama má segja um Valērijs Šabala hjá Anorthosis Famagusta á Kýpur. Hann kemur aðallega við sögu sem varamaður þar.“ Þess má geta að Šabala er aðeins nítján ára gamall og yngsti markaskorari Lettlands frá upphafi. „Það eru því fyrst og fremst leikmennirnir sem spila heima í Lettlandi sem eru í bestu leikæfingunni. En það eru líka leikmenn sem vilja sýna og sanna sig fyrir landsliðsþjálfaranum og ég á von á því að þeir verði öflugir á föstudaginn.“ Helsta afrek Lettlands var að komast á EM 2004 í Portúgal en Ilvars segir að það sé mikill munur á liðinu nú og þá. „Vissulega hefur oft verið betri stemning í kringum liðið. Fyrir tíu árum síðan vorum við með marga góða leikmenn sem léku með stórum liðum í Englandi og Rússlandi. En það er ekki svo nú og útlit fyrir að þessi kynslóð knattspyrnumanna sé einfaldlega ekki jafn sterk og síðasta.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 „Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Lettneskur blaðamaður segir litla stemningu fyrir knattspyrnulandsliði landsins. 8. október 2014 11:43
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03