„Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 8. október 2014 11:43 Vísir/Samsett mynd „Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Sjá meira
„Ég trúi, þrátt fyrir allt,“ segir Ilvars Koscinkevičs, blaðamaður hjá Sporta Avize tímaritinu í Lettlandi. Hann fjallar um knattspyrnu og segir að stemningin í kringum liðið hafi oft verið betri. Töluvert er um meiðsli í leikmannahópi Lettlands og margir lykilmenn í liðinu eru þar að auki í lítilli sem engri leikæfingu. En þrátt fyrir það er Ilvars bjartsýnn á að heimavöllurinn muni reynast liðinu vel þegar íslenska landsliðið kemur í heimsókn á Skonto-leikvanginn á föstudagskvöld. „Þrátt fyrir að margir sterkir leikmenn eigi við meiðsli að stríða fá aðrir tækifæri og það eru leikmenn sem vilja sanna sig og sýna að þeir eiga heima í landsliðinu,“ bætti hann við en á mánudag taka Lettar á móti Tyrkjum hér í Riga. „Allir hér vita að Ísland og Tyrkland eru sigurstranglegri í þessum tveimur leikjum. En ég tel að við eigum alltaf möguleika á heimavelli.“ „Ísland er með sterkt lið. Leikmennirnir eru þekktari og spila með stærri liðum en okkar leikmenn. En ef við spilum þéttan varnarleik er möguleiki á góðum úrslitum. Ég vonast eftir kraftaverki gegn Íslandi og þremur stigum.“ „Leikmennirnir vita líka að ef þeir fá ekkert stig úr þessum tveimur leikjum þá er undankeppnin búin fyrir okkur og allir möguleikar úr sögunni.“ Lettland er með eitt stig eftir markalaust jafntefli gegn Kasakstan í síðasta mánuði. Ilvars var ekki ánægður með úrslitin, þó svo að vissulega hefði getað farið verr. „Það var þó gott að tapa ekki en það er erfitt að fara alla þessa leið. Það er spilað á gervigrasi í Kasakstan og þetta er mjög erfiður útivöllur.“ „Þetta var ekki auðvelt í fyrri hálfleik og við lágum mikið í vörn. En liðið skapaði sér nokkuð góð færi í síðari hálfleik. Vladislav Gabovs komst einn í gegn en lét verja frá sér og þá átti Andrejs Kovalovs skot í slá.“ Leikur Lettlands og Íslands hér í Riga hefst klukkan 18.45 á föstudagskvöld og verður lýst í beinni textalýsingu hér á Vísi.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11 Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Sjá meira
Landsliðið æfir tvisvar í dag Engin meiðsli eru í leikmannahópi Íslands í Lettlandi þar sem öll aðstaða er til fyrirmyndar. 8. október 2014 11:11
Jóhann Berg enn í Englandi Fær að vita í dag hvort hann geti spilað gegn Lettlandi á föstudag. 8. október 2014 11:03