Þessi orð skrifaði landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson með mynd sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Á myndinni sést Emil, ásamt landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni, með treyju sem Tólfan, stuðningsmannafélag landsliðsins, lét færa Emil til minningar um föður hans sem lést í síðasta mánuði.
Emil, sem leikur með Verona, værður væntanlega í eldlínunni þegar Ísland mætir Lettlandi í Ríga á föstudaginn.
LoadingAf hjartans einlægni langar mig að þakka Tólfunni fyrir frábæra gjöf og ómetanlegan stuðning á erfiðum tímum. Í þessari landsleikjatörn mun ég spila af öllu hjarta fyrir pabba og veit að hann mun fylgjast með mér og styðja mig eins og hann ávallt gerði úr besta sætinu. Tólfan, takk aftur fyrir stuðninginn. Virðingarfyllst, Emil Hallfreðsson #Tólfan