„Ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. október 2014 10:33 Listamenn virðast ekki ánægðir með reglu 14 í Eurovisionkeppninni á Íslandi. „Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll. Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
„Fyrst og fremst vil ég fá að heyra í Magnúsi Geir [Þórðarsyni, útvarpstjóra] af því að ég vil fá að heyra það hvernig hann hyggst framkvæma þetta og hvar býr þarna að baki,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson, tónlistarmaður, í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi.Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjahlutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“Páll gagnrýndi orðalag reglunar og velti því fyrir sér hvernig hún myndi hljóma ef orðið kona yrði skipt út fyrir orðið karl.Páll Óskar.„Það sjá það kannski flestir að hér er boðið hættunni heim að því leytinu til að þú ert kannski með heila hrúgu af lögum sem er hreint ágæt en samkvæmt þessari reglu er nauðsynlegt að taka inn lakari lög í úrslitin vegna þess að þar er kona um borð.“ Páll segir einnig möguleiki á að karlmenn einfaldlega kippi inn konu inn í teymið. „Tveir karlmenn senda kannski inn lag og fá inn í teymið systir sína eða jafnvel frænku og skrá hana sem höfund, bara til að vera ekki kippt út úr keppninni. Hér er hættunni boðið heim.“ Páll segist skilja mæta vel lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja almennt. „Aftur á móti þegar ég er að hlusta á tónlist, horfa á bíómyndir eða að njóta lista þá spyr ég mig aldrei að kyni listamannsins, kynhneigð eða þjóðerni. Ég geri bara þá kröfu til listaverksins að það komið við hjartað í mér,“ segir Páll og bendir einnig á að það séu ávallt lögin sem vinna keppnina. „Ég held að það sé ekki hægt að skella kynjakvóta á listsköpun. Listaverkið virkar þegar það virkar og þú getur ekki haldið góðu listaverki niðri. Gott lag er gott lag og það verður vinsælt. Þetta er nokkuð snúið mál og mér finnst nokkuð gott að það komi upp.“ Páll segir kynjakvóta ekki rétta leiðin til þess að hvetja stelpur áfram í listsköpun. Páll segir að reglan hljómi í raun eins og; „Heyrðu hún verður að vera með, það verður að hleypa henni inn.“ Hann telur að reglan sé niðurlægjandi fyrir konur. María Björk ásamt Friðriki Ómari.visir/anton brink„Ég hef alltaf verið hlynnt því að maður eigi bara að vera í keppninni á sínum eigin verðleikum,“ segir María Björk Sverrisdóttir, söngkona og lagahöfundur. „Þetta er spurningin um að kjósa besta lagið en ekki hver semur það.“ María segir að ef lög eru send inn í nafnleynd á frumstigi keppninnar þá ætti þetta ekki að skipta máli. „Verða umslögin kannski kynmerkt með tveimur bleikum strikum og einu bláu en þú veist ekki hver er á bakvið lagið,“ sagði Páll Óskar á Bylgjunni. María segir að það sé erfitt að örva einhvern til þess að semja lag eða ekki. „Hvað ef kona eins og Kate Bush, sem er lagahöfundur, framleiðandi, danshöfundur og gerir allt sjálf, yrði hún þá að fá bróðir sinn með sér í lið til að fá að vera með,“ segir Páll.
Eurovision Tengdar fréttir Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Sjá meira
Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur "Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki,“ segir Friðrik Ómar 1. október 2014 10:53