Segir nýjar reglur um Eurovision niðrandi fyrir konur Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2014 10:53 Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“ Eurovision Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira
Ný regla sem RÚV hefur sett í undakeppni Eurovision hér á landi segir að helmingur allra laga sem keppa í undanúrslitum verði að vera með konu í höfundarteymi. Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem hefur marga fjöruna sopið í Eurovision í gegnum árin, segir regluna vera niðrandi fyrir konur. Friðrik Ómar ræddi nýju regluna í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær.Click here for an English version. Reglan er númer 14 í reglum Eurovision en þar segir: „RÚV mun leitast við að halda jöfnu kynjaflutfalli meðal höfunda, meðal annars með því að tryggja að fimmtíu prósent þeirra laga sem valin verða til að keppa í undanúrslitum hafi að minnsta kosti eina konu í höfundateymi sínu.“ „Ég skil ekki alveg hverjum þetta á að vera til góða, hvort það sé keppninni eða konum. Ég fatta þetta ekki alveg. Þegar þú tekur þátt í keppni á kyn þitt ekki að skera úr um hvort þú komir lagi inn eða ekki.“ Friðrik keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 2008 þegar lagið „This is My Life“ hafnaði í fjórtánda sæti keppninnar í Belgrad. Þá var hann í bakraddateymi Íslands árið 2009 þegar Jóhanna Guðrún hafnaði í 2. sæti keppninnar í Moskvu með lagið „Is it True?“ Hann hefur ekki keppt ´siðan en segist þó renna yfir reglurnar á ári hverju. Þær hafi orðið fyrir mörgum litlum breytingum á milli ára. „Ég les í þetta þannig að þetta eigi að hafa hvetjandi áhrif á konur til þess að taka þátt. Það hlýtur að vera tilgangurinn með þessu. Mér finnst þetta þó alls ekki vera hvetjandi, heldur meira niðrandi í raun fyrir konur. Að þær eigi að komast áfram í keppninni með þessum hætti, finnst mér eiginlega alveg fáránlegt.“ Spurður um hljóðið í tónlistarmönnum og konum vegna breytinganna segir Friðrik Ómar það vera jafnt milli karla og kvenna að finnast reglan ótrúleg. „Það væri gaman að fá svör við því af hverju þetta er komið inn í regluverkið.“ Hann sagði regluna vera lítilækkandi fyrir konur. „Mér finnst það. Þær geta samið frábær lög og þær þurfa ekki einhverjar sérstakar reglur. Þær konur í tónlist sem ég hef heyrt í í dag eru sammála því.“
Eurovision Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Fleiri fréttir Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Sjá meira