Körfubolti

Ungu strákarnir fóru á kostum hjá Stólunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Pétur Rúnar Birgisson var með 21 stig fyrir Tindastólsliðið í kvöld.
Pétur Rúnar Birgisson var með 21 stig fyrir Tindastólsliðið í kvöld. Vísir/Valli
Nýliðar Tindastóls áttu ekki í miklum vandræðum með að vinna Þór í kvöld í fyrsta heimaleik vetrarins í Dominos-deild karla í körfubolta. Tindastóll vann leikinn með 20 stiga mun, 110-90.

Tindastóll hefur þar með unnu tvo fyrstu leiki sína á tímabilinu en liðið var mikinn endurkomusigur í fyrsta leik á móti Stjörnunni.

Ungu strákarnir Pétur Rúnar Birgisson og Ingvi Rafn Ingvarsson voru í stórum hlutverkum, Pétur skoraði 21 stig og Ingvi gaf 11 stoðsendingar þar af átta þeirra í fyrsta leikhlutanum.

Myron Dempsey var stigahæstur hjá Tindastólsliðinu með 27 stig og 11 fráköst, Darrel Keith Lewis var með 19 stig og fyrirliðinn Helgi Rafn Viggósson skoraði 17 stig.

Vincent Sanford var atkvæðamestur hjá Þórsliðinu með 27 stig en Tómas Heiðar Tómasson skoraði 19 stig og Þorsteinn Már Ragnarsson var með 13 stig.

Tindastóll vann fyrsta leikhlutann 33-17 og var með 23 stiga forskot í hálfleik, 63-40. Sigurinn var því ekki í mikilli hættu í seinni hálfleiknum en Þórsurum tókst þó að skora 50 stig í hálfleiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×