Hlutabréf í GoPro lækkuðu vegna tengsla vélar við slys Schumacher Atli Ísleifsson skrifar 15. október 2014 14:18 Michael Schumacher slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Vísir/AFP Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði. Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutabréf í GoPro, framleiðenda myndavélanna vinsælu, lækkuðu mikið á mánudaginn eftir að franskur blaðamaður sagði myndavél sem Michael Schumacher var með á höfðinu þegar hann slasaðist, hafi stuðlað að auknum meiðslum þýska ökuþórsins. Bréfin féllu um allt að sextán prósent á hlutabréfamarkaðnum í New York eftir að Jean-Louis Moncet sagði myndavélina hafa verið hluta vandamálsins og aukið á höfuðmeiðsl Schumacher. „Vandamál Michaels var ekki áreksturinn, heldur höggið af völdum GoPro myndavélarinnar sem hann var með á hjálminum og olli áverka á heila,“ sagði Moncet í útvarpsviðtali við Europe 1 um helgina. Jeff Brown, talsmaður GoPro, segir fyrirtækið nú skoða málið og safna upplýsingum áður en yfirlýsing um málið verði gefin út. Schumacher, sem varð sjö sinnum heimsmeistari í Formúlu 1, slasaðist lífshættulega í skíðaslysi í frönsku Ölpunum í desember síðastliðinn. Hann vaknaði úr dái í júní en fékk að halda aftur heim í síðasta mánuði.
Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira