Olsen skammaði leikmenn á blaðamannafundi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2014 09:23 Morten Olsen. Vísir/AFP Danmörk tapaði í gær naumlega fyrir Portúgal, 1-0, á heimavelli í undankeppni EM 2016 í gær. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans. „Það er vel hægt að vinna með markalaust jafntefli. Atvinnumenn í knattspyrnu ættu að vita á hvaða mínútu leikurinn er og loka búðinni,“ sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, sem var hreinskilinn á blaðamannafundi sínum eftir leik. „En tapið er á mína ábyrgð og við getum ekki verið ánægðir með byrjun okkar í riðlinum. Þessi byrjun gæti kostað okkur sæti á EM,“ sagði Olsen en þrátt fyrir allt er Danmörk efst í I-riðli með fjögur stig að loknum þremur umferðum. Albanía er með fjögur stig og Portúgal þrjú en bæði lið eiga leik til góða. Þá hefur Serbía aðeins klárað einn leik þar sem viðureign þess gegn Albaníu í gær var flautaður af í fyrri hálfleik líkt og hefur verið fjallað um. Olsen hrósaði hinum nítján ára Pierre-Emile Höjbjerg sem stóð sig vel á miðjunni hjá Dönum í gær. „Ég sá nítján ára gutta sem stjórnaði okkar spili. En ég hefði viljað sjá meira frá öðrum. Það á ekki að vera nítján ára drengur sem stýrir okkar spili,“ sagði Olsen en danskir fjölmiðlar túlka það sem svo að þarna sé Eriksen að beina skotum sínum að Christian Eriksen, leikmanni Tottenham. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir O'Shea hetja Íra - Ronaldo með sigurmark Heimsmeistarar Þjóðverja aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016. 14. október 2014 20:48 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
Danmörk tapaði í gær naumlega fyrir Portúgal, 1-0, á heimavelli í undankeppni EM 2016 í gær. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið á fimmtu mínútu uppbótartímans. „Það er vel hægt að vinna með markalaust jafntefli. Atvinnumenn í knattspyrnu ættu að vita á hvaða mínútu leikurinn er og loka búðinni,“ sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, sem var hreinskilinn á blaðamannafundi sínum eftir leik. „En tapið er á mína ábyrgð og við getum ekki verið ánægðir með byrjun okkar í riðlinum. Þessi byrjun gæti kostað okkur sæti á EM,“ sagði Olsen en þrátt fyrir allt er Danmörk efst í I-riðli með fjögur stig að loknum þremur umferðum. Albanía er með fjögur stig og Portúgal þrjú en bæði lið eiga leik til góða. Þá hefur Serbía aðeins klárað einn leik þar sem viðureign þess gegn Albaníu í gær var flautaður af í fyrri hálfleik líkt og hefur verið fjallað um. Olsen hrósaði hinum nítján ára Pierre-Emile Höjbjerg sem stóð sig vel á miðjunni hjá Dönum í gær. „Ég sá nítján ára gutta sem stjórnaði okkar spili. En ég hefði viljað sjá meira frá öðrum. Það á ekki að vera nítján ára drengur sem stýrir okkar spili,“ sagði Olsen en danskir fjölmiðlar túlka það sem svo að þarna sé Eriksen að beina skotum sínum að Christian Eriksen, leikmanni Tottenham.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir O'Shea hetja Íra - Ronaldo með sigurmark Heimsmeistarar Þjóðverja aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016. 14. október 2014 20:48 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Enski boltinn Fleiri fréttir Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Sjá meira
O'Shea hetja Íra - Ronaldo með sigurmark Heimsmeistarar Þjóðverja aðeins með þrjú stig eftir þrjá leiki í undankeppni EM 2016. 14. október 2014 20:48