Síðara mark Gylfa Þórs Sigurðssonar gegn Hollandi í gær var valið mark kvöldsins á vef Sky Sports.
Þetta er í annað skiptið á örfáum dögum sem mark Gylfa hlýtur þessa útnefningu en mark hans gegn Lettlandi á föstudagskvöld varð fyrir valinu þá.
Gylfi skoraði fyrra markið gegn Hollandi úr vítaspyrnu en það síðara, sem hann skoraði undir lok fyrri hálfleiks, var sérlega glæsilegt.

