Pínlegt og til skammar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. október 2014 11:00 Stuðningsmenn Hollands á leiknum í gær. Vísir/Vilhelm Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“ EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Vonbrigðin leyndu sér ekki í umfjöllun hollenskra fjölmiðla um 2-0 sigur Íslands á Hollandi í undankeppni EM 2016 í gær. „Köllum þetta skömm,“ stóð í umfjöllun De Volkskrant en Hollendingar eru góðu vanir eftir velgengni síðustu ára. Ekki nóg með að Holland hefur rúllað hverri undankeppninni upp á fætur annarri vann liðið brons á HM í sumar. „Köllum þetta eitt mesta flopp í sögu hollenskrar knattspyrnu. Eða segjum bara að þetta sé nýr veruleiki breytts heims,“ sagði enn fremur. „Pínlegt kraftlaust hollenskt tap á Íslandi,“ sagði í fyrirsögn Spitsneuws og aðrar fyrirsögnir voru í svipuðum dúr. „Sögulegt tap,“ sagði De Telegraaf. Blaðamaður De Volkskrant var með óbragð í munni og talaði um hrun hollenska liðsins undir stjórn Guus Hiddink gegn liði frá landi sem væri með innan við tvö prósent af íbúafjölda Hollands. „Hollendingar spiluðu eins og heiglar, voru algjörlega hugmyndasnauðir og gerðu ekkert sannfærandi með boltann,“ sagði pistlahöfundurinn Chris van Nijnatten hjá AD-dagblaðinu. „Enginn hefur neitt nýtt fram að færa - hvorki inn á vellinum eða í varamannaskýlinu. Hvar var [Jordy] Clasie? Hvað hefur [Nigel] de Jong fram að færa á miðjunni? Hver er metnaður [Robin] van Persie? Af hverju stóð [Jermain] Lens eins og þvara? Hvað er Martins Indi að gera í landsliðinu?,“ skrifaði hann enn fremur. Þá segir í umfjöllun AD um leikinn að taka þurfi hollenska landsliðið til rækilegar endurskoðunar. „Leikfræðin, leikmennirnir, þjálfarinn. Allt þarf að skoða upp á nýtt.“
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46 De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59 Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51 Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Fleiri fréttir United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Sjá meira
Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörkin í stórglæsilegum 2-0 sigri á stjörnum prýddu liði Hollands. Ísland er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. 13. október 2014 16:46
De Boer: Hiddink er búinn á því Ronald de Boer, fyrrverandi leikmaður Ajax, Barcelona og hollenska landsliðsins, er lítt hrifinn af Guus Hiddink, landsliðsþjálfara Hollands. 14. október 2014 08:59
Einkunnir Hollands: Rignir fjörkum í Reykjavík Leikmenn hollenska liðsins skora ekki hátt í fjölmiðlum ytra. 14. október 2014 09:51