Ísland vann stórbrotinn sigur á Hollandi Kolbeinn Tumi Daðason og Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 13. október 2014 16:46 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar marki í leiknum. vísir/valli Níu stig, átta mörk, ekkert fengið á sig. Þetta er niðurstaðan eftir þrjá fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016. Þetta er nánast of gott til að vera satt, en þetta er satt og það er vel. Íslendingar unnu einn sinn stærsta sigur á knattspyrnuvellinum í kvöld þegar Hollendingar voru lagðir að velli á Laugardalsvellinum með tveimur mörkum Gylfa Þór Sigurðssonar. Það fyrra kom úr vítaspyrnu á 10. mínútu og það seinna á 42. mínútu með skoti úr vítateignum í kjölfar hornspyrnu Emils Hallfreðssonar.Annars konar þolinmæði Þolinmæði var lykilinn að sigrinum í Ríga á föstudagskvöldið. Þessi leikur krafðist einnig mikillar þolinmæði, en þó af öðrum toga. Hollendingar voru mun meira með boltann og íslensku leikmennirnir þurftu að sýna þolinmæði og halda einbeitingu, loka svæðum og verja markið. Það tókst að langstærstum hluta. Hollendingar fengu eitt ágætis færi og eitt frábært færi í fyrri hálfleik, en annars áttu þeir hollensku fá svör við varnarleik Íslands sem byrjaði hjá fremstu mönnum liðsins, Kolbeini Sigþórssyni og Jóni Daða Böðvarssyni. Innkoma þess síðarnefnda í landsliðið hefur verið ævintýri líkast, en dugnaður hans og kraftur er til eftirbreytni. Það þarf eitthvað til að halda markakóngi hollensku deildarinnar á síðasta tímabili og markahæsta leikmanni norsku úrvalsdeildarinnar í ár á bekknum.Jermain Lens átti nokkra spretti gegn Theodóri Elmari Bjarnasyni og stundum sást að Elmar er ekki bakvörður að upplagi. En hann skilaði sínu líkt og allir varnarmenn Íslands. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru nær undantekningarlaust vel staðsettir og hreinsuðu ófáar fyrirgjafir frá markinu. Þeir félagar tóku einnig fast Robin van Persie sem komst lítt áleiðis og Ari Freyr Skúlason, og seinna Birkir Már Sævarsson, áttu í fullu tré við Arjen Robben á hægri kantinum, enda fengu þeir fyrirtaks hjálp frá Birki Bjarnasyni.Dadi cool Íslendingar gerðu þó meira en bara að verjast. Emil byrjaði leikinn frábærlega á hægri kantinum, átti nokkra flotta spretti og var ógnandi. Sóknir Íslands komu ekki á færibandi, en þær sóknir sem liðið átti voru hættulegar. Ein slík skilaði vítaspyrnu 9. mínútu sem Gylfi skoraði úr af öryggi. Og önnur slík sókn skilaði hornspyrnunni sem seinna mark Gylfa kom upp úr. Íslenska liðið átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar í seinni hálfleik, þar sem Jón Daði fór fremstur í flokki. Hann spilaði vel í fyrri hálfeik, en stórkostlega í þeim seinni. Jón Daði átti m.a. frábæran sprett á 84. mínútu, en skot hans fór framhjá hollenska markinu. Varnarleikur Íslands var áfram frábær í seinni hálfleik - jafnvel enn betri ef eitthvað var. Kári og Ragnar voru áfram sem ókleifur múr og fyrir framan þá unnu Aron Einar Gunnarsson og Gylfi mikla og góða vinnu.Guus Hiddink reyndi hvað hann gat til að hrista upp í sínu liði. Markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar kom inn á hálfeik og þeir Quincy Promens og Leroy Fer í seinni hálfleik. Það breytti engu fyrir íslenska liðið sem hélt áfram að hlaupa, berjast og vinna sem eitt lið. Menn gáfu einfaldlega allt í leikinn og skýrasta dæmið um það var á 88. mínútu þegar íslensku varnarmennirnir þremenntu á Robben og tóku af honum boltann.Einn sá stærsti Stemmningin á leiknum var ótrúleg og Laugardalsvöllurinn hreinlega sprakk af fögnuði þegar spænskur dómari leiksins flautaði til leiksloka. Og það skiljanlega. Íslensku strákarnir áttu skilið gott klapp fyrir magnaða frammistöðu sína í kvöldum - frammistöðu sem skilaði einum af betri úrslitum í sögu landsliðsins. Það er bara þannig.vísir/villRagnar: Held þeir hafi búist við okkur aðeins betri „Þetta var glæsilegt. Þetta var það sem við ætluðum okkur og okkur tókst þetta,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands eftir sigurinn glæsilega á Hollandi í kvöld. „Við spiluðum mun aftar en við ætluðum okkur. Við ætluðum að spila góðan fótbolta eins og við erum búnir að gera og byrja vörnina aðeins ofar. Það gekk bara ekki. Þeir voru góðir að halda boltanum og náðu að ýta okkur aðeins niður en við settum bara tvö mörk og kláruðum þetta. „Það var léttir að komast yfir en þegar við settum annað markið þá vissi maður að þetta var komið langt. „Við Kári náum alltaf vel saman og sérstaklega þegar strákarnir fyrir framan vinna svona vel. Þeir gera þetta auðveldara fyrir okkur. „Mér er skítsama við hvern ég er að spila. Ég var bara að reyna að trufla hann. Við reynum okkar besta og reynum að halda markinu hreinu. Það skiptir engu máli hver er að reyna að skora,“ sagði Ragnar um það að mæta Robin van Persie framherja Hollands. Með Ragnar og Kára Árnason saman í miðri vörninni hefur Ísland haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum undakeppninnar. „Þetta er búið að vera frábært og maður bjóst kannski ekki alveg við því. Þó það sé alltaf markmiðið. Þetta gerist ekki betra. Við höfum örugglega aldrei verið betri en einmitt núna. Nú verðum við að halda okkur á jörðinni og koma sterkir inn í næsta leik. „Ég held að þeir hafi búist við okkur aðeins betri en í kvöld. Við spiluðum eiginlega bara vörn. Ég held þeir hafi búist við okkur með eins meiri sóknarleik,“ sagði Ragnar um það hvort hann teldi Ísland hafa komið Hollandi á óvart í leiknum. „Við vissum að það væri meiri líkur á að þeir væru meira með boltann en við. Maður þekkir alla þessa gaura. Hefur horft oft á þá í sjónvarpinu, það var ekkert sem kom á óvart. „Ég er búinn að vera að spila mjög vel með mínu félagsliði og með landsliðinu. Maður getur ekkert kvartað. Maður reynir bara að halda sér á jörðinni. Það er ekki sjálfgefið að hlutirnir gangi svona vel og maður sé heill. Maður er bara glaður með það,“ sagði Ragnar.vísir/andri marinóKolbeinn: Þeir áttu engin svör „Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld. Kolbeinn þekkir vel til í Hollandi þar sem hann hefur leikið í mörg ár. Hann segir að sú staðreynd geri sigurinn enn sætari en ella. „Að sjálfsögðu. Ég þekki nánast alla í hollenska liðinu, þannig að það verður mjög gaman fyrir mig að koma á æfingu,“ sagði Kolbeinn sem var ánægður með vinnuframlagið hjá íslenska liðinu. „Varnarlega séð vorum við að hlaupa fyrir hvern annan og við spiluðum sem lið. Það skein í gegn. Liðsheildin skilaði þessum sigri í kvöld. „Við vorum hættulegir þegar við sóttum, nýttum okkar færi og sigurinn hefði getað orðið stærri ef eitthvað var. Þeir áttu engin svör við leik okkar í kvöld,“ sagði framherjinn sem er að vonum ánægður með uppskeruna í undankeppninni til þessa. „Þetta er draumi líkast, að byrja svona vel, og vonandi getum við haldið áfram á sömu braut.“vísir/villiKári: Vildi frekar spila á móti þeim en Jóni Daða og Kolla „Þetta er lyginni líkast. Þetta var liðsheildar sigur. Þeir skapa tvö færi og annað þeirra var kolrangstæða. Annars var þetta sterkt. Ég hefði frekar viljað spila á móti þeim en Jóni Daða (Böðvarssyni) og Kolla (Kolbeini Sigþórssyni),“ sagði Kári Árnason sem fór mikinn í vörn Íslands í sigrinum á Hollandi í kvöld. „Við lögðum hann taktískt rétt upp. Við biðum eftir þeim og pressuðum þegar það átti við. Svo vorum við sterkir til baka og þeir sköpuðu fá færi á meðan við náðum að skapa hættu með skyndisóknum. „Við vorum kannski ekki bestir á bolta í öftustu línunni í kvöld en það skipti svo sem ekki máli. Við héldum hreinu og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kári. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik og snérist hálfleiksræða Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar um að halda ró sinni. „Þeir sögðu okkur bara að róa okkur niður og spila nákvæmlega eins og við gerðum í fyrri hálfleik. „Við vorum svo þéttir inni á miðsvæðinu líka. Það var erfiðara að spila boltanum aftur fyrir okkur þegar við féllum aftar. Við héldum línunni í réttri hæð allan leikinn fannst mér miðað við hvernig hann spilaðist,“ sagði Kári sem bjóst alveg eins við því að liðið væri með níu stig eftir þrjá fyrstu leikina. „Við vissum alveg að þetta væri hægt. Við vitum alveg hversu gott þetta lið er þegar við spilum okkar besta leik. Við hefðum tekið sjö stig fyrirfram en níu stig er betra.“ Kári hélt upp afmælið sitt í kvöld og man kannski eftir einni afmælisgjöf sem er betri en frammistaðan og sigurinn. „Ég held það bara fyrir utan skó sem ég fékk þegar ég var tíu ára,“ sagði afmælisbarnið.vísir/andri marinóJón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur „Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Varnarleikurinn var stórkostlegur. Við fundum okkur vel, allir sem einn, og það skilaði þessum sigri í kvöld,“ sagði Jón Daði, en komu Hollendingar honum á óvart í leiknum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við vissum að þeir væru virkilega góðir á boltanum og með vel spilandi lið. Þetta eru allt heimsklassa leikmenn. „Við framkvæmdum það sem við fórum yfir, lokuðum hættulegum svæðum og á hættulega leikmenn og mér fannst það ganga upp,“ sagði Selfyssingurinn sem skilaði mikilli og góðri varnarvinnu ásamt Kolbeini Sigþórssyni, félaga sínum í framlínu íslenska liðsins. „Við finnum okkur vel saman, eins og allt liðið. Varnarleikurinn byrjar á fremstu mönnum og við reynum að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði en uppgangur hans með íslenska landsliðinu hefur verið með ólíkindum. „Ég hef sagt það áður að þetta hefur gengið framar vonum. Þetta er búið að vera stórkostlegt og hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Ég hef komið virkilega vel inn í hópinn og passa vel inn í leikskipulag liðsins. Mér líður virkilega vel í landsliðinu og er stoltur í kvöld“ sagði Jón Daði að lokum.vísir/andri marinóHannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum „Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig,“ sagði Hannes. Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli.vísir/villiRobben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben.vísir/andri marinóBirkir Bjarna: 50-50 hvort þetta var víti Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var að vonum sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi. „Þetta var frábærlega skipulagður leikur hjá okkur. Þeir fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik og svo man ég ekki hvort þeir hafi fengið eitthvað í seinni hálfleik. Þetta var fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Birkir sem var spurður um Arjen Robben, kantmanninn hættulega, sem íslensku strákarnir höfðu góðar gætur á. „Var hann að spila?“ sagði Birkir í léttum dúr. „Hann er frábær leikmaður, en við náðum að loka mjög vel á hann og þetta var frábær frammistaða hjá öllum.“ Eins og áður sagði náði Birkir í vítaspyrnu snemma leiks, en hver var aðdragandinn að henni? „Ég ákvað að reyna að fara framúr honum (Stefan de Vrij) og hann kemur við mig. Það var 50-50 hvort þetta ætti að vera víti,“ sagði Birkir sem er að vonum ánægður með byrjunina á undankeppninni. „Við erum búnir að bæta okkur gríðarlega, bæði í vörn og sókn, og það hefur sést í þessum þremur leikjum,“ sagði Birkir að endingu. Íslenski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Níu stig, átta mörk, ekkert fengið á sig. Þetta er niðurstaðan eftir þrjá fyrstu leiki Íslands í undankeppni EM 2016. Þetta er nánast of gott til að vera satt, en þetta er satt og það er vel. Íslendingar unnu einn sinn stærsta sigur á knattspyrnuvellinum í kvöld þegar Hollendingar voru lagðir að velli á Laugardalsvellinum með tveimur mörkum Gylfa Þór Sigurðssonar. Það fyrra kom úr vítaspyrnu á 10. mínútu og það seinna á 42. mínútu með skoti úr vítateignum í kjölfar hornspyrnu Emils Hallfreðssonar.Annars konar þolinmæði Þolinmæði var lykilinn að sigrinum í Ríga á föstudagskvöldið. Þessi leikur krafðist einnig mikillar þolinmæði, en þó af öðrum toga. Hollendingar voru mun meira með boltann og íslensku leikmennirnir þurftu að sýna þolinmæði og halda einbeitingu, loka svæðum og verja markið. Það tókst að langstærstum hluta. Hollendingar fengu eitt ágætis færi og eitt frábært færi í fyrri hálfleik, en annars áttu þeir hollensku fá svör við varnarleik Íslands sem byrjaði hjá fremstu mönnum liðsins, Kolbeini Sigþórssyni og Jóni Daða Böðvarssyni. Innkoma þess síðarnefnda í landsliðið hefur verið ævintýri líkast, en dugnaður hans og kraftur er til eftirbreytni. Það þarf eitthvað til að halda markakóngi hollensku deildarinnar á síðasta tímabili og markahæsta leikmanni norsku úrvalsdeildarinnar í ár á bekknum.Jermain Lens átti nokkra spretti gegn Theodóri Elmari Bjarnasyni og stundum sást að Elmar er ekki bakvörður að upplagi. En hann skilaði sínu líkt og allir varnarmenn Íslands. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson voru nær undantekningarlaust vel staðsettir og hreinsuðu ófáar fyrirgjafir frá markinu. Þeir félagar tóku einnig fast Robin van Persie sem komst lítt áleiðis og Ari Freyr Skúlason, og seinna Birkir Már Sævarsson, áttu í fullu tré við Arjen Robben á hægri kantinum, enda fengu þeir fyrirtaks hjálp frá Birki Bjarnasyni.Dadi cool Íslendingar gerðu þó meira en bara að verjast. Emil byrjaði leikinn frábærlega á hægri kantinum, átti nokkra flotta spretti og var ógnandi. Sóknir Íslands komu ekki á færibandi, en þær sóknir sem liðið átti voru hættulegar. Ein slík skilaði vítaspyrnu 9. mínútu sem Gylfi skoraði úr af öryggi. Og önnur slík sókn skilaði hornspyrnunni sem seinna mark Gylfa kom upp úr. Íslenska liðið átti nokkrar hættulegar sóknir til viðbótar í seinni hálfleik, þar sem Jón Daði fór fremstur í flokki. Hann spilaði vel í fyrri hálfeik, en stórkostlega í þeim seinni. Jón Daði átti m.a. frábæran sprett á 84. mínútu, en skot hans fór framhjá hollenska markinu. Varnarleikur Íslands var áfram frábær í seinni hálfleik - jafnvel enn betri ef eitthvað var. Kári og Ragnar voru áfram sem ókleifur múr og fyrir framan þá unnu Aron Einar Gunnarsson og Gylfi mikla og góða vinnu.Guus Hiddink reyndi hvað hann gat til að hrista upp í sínu liði. Markahrókurinn Klaas-Jan Huntelaar kom inn á hálfeik og þeir Quincy Promens og Leroy Fer í seinni hálfleik. Það breytti engu fyrir íslenska liðið sem hélt áfram að hlaupa, berjast og vinna sem eitt lið. Menn gáfu einfaldlega allt í leikinn og skýrasta dæmið um það var á 88. mínútu þegar íslensku varnarmennirnir þremenntu á Robben og tóku af honum boltann.Einn sá stærsti Stemmningin á leiknum var ótrúleg og Laugardalsvöllurinn hreinlega sprakk af fögnuði þegar spænskur dómari leiksins flautaði til leiksloka. Og það skiljanlega. Íslensku strákarnir áttu skilið gott klapp fyrir magnaða frammistöðu sína í kvöldum - frammistöðu sem skilaði einum af betri úrslitum í sögu landsliðsins. Það er bara þannig.vísir/villRagnar: Held þeir hafi búist við okkur aðeins betri „Þetta var glæsilegt. Þetta var það sem við ætluðum okkur og okkur tókst þetta,“ sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður Íslands eftir sigurinn glæsilega á Hollandi í kvöld. „Við spiluðum mun aftar en við ætluðum okkur. Við ætluðum að spila góðan fótbolta eins og við erum búnir að gera og byrja vörnina aðeins ofar. Það gekk bara ekki. Þeir voru góðir að halda boltanum og náðu að ýta okkur aðeins niður en við settum bara tvö mörk og kláruðum þetta. „Það var léttir að komast yfir en þegar við settum annað markið þá vissi maður að þetta var komið langt. „Við Kári náum alltaf vel saman og sérstaklega þegar strákarnir fyrir framan vinna svona vel. Þeir gera þetta auðveldara fyrir okkur. „Mér er skítsama við hvern ég er að spila. Ég var bara að reyna að trufla hann. Við reynum okkar besta og reynum að halda markinu hreinu. Það skiptir engu máli hver er að reyna að skora,“ sagði Ragnar um það að mæta Robin van Persie framherja Hollands. Með Ragnar og Kára Árnason saman í miðri vörninni hefur Ísland haldið hreinu í fyrstu þremur leikjum undakeppninnar. „Þetta er búið að vera frábært og maður bjóst kannski ekki alveg við því. Þó það sé alltaf markmiðið. Þetta gerist ekki betra. Við höfum örugglega aldrei verið betri en einmitt núna. Nú verðum við að halda okkur á jörðinni og koma sterkir inn í næsta leik. „Ég held að þeir hafi búist við okkur aðeins betri en í kvöld. Við spiluðum eiginlega bara vörn. Ég held þeir hafi búist við okkur með eins meiri sóknarleik,“ sagði Ragnar um það hvort hann teldi Ísland hafa komið Hollandi á óvart í leiknum. „Við vissum að það væri meiri líkur á að þeir væru meira með boltann en við. Maður þekkir alla þessa gaura. Hefur horft oft á þá í sjónvarpinu, það var ekkert sem kom á óvart. „Ég er búinn að vera að spila mjög vel með mínu félagsliði og með landsliðinu. Maður getur ekkert kvartað. Maður reynir bara að halda sér á jörðinni. Það er ekki sjálfgefið að hlutirnir gangi svona vel og maður sé heill. Maður er bara glaður með það,“ sagði Ragnar.vísir/andri marinóKolbeinn: Þeir áttu engin svör „Ég mæti til Hollands með bros á vör. Þetta var frábær sigur,“ sagði Kolbeinn Sigþórsson, framherji íslenska landsliðsins, eftir 2-0 sigurinn á Hollandi í kvöld. Kolbeinn þekkir vel til í Hollandi þar sem hann hefur leikið í mörg ár. Hann segir að sú staðreynd geri sigurinn enn sætari en ella. „Að sjálfsögðu. Ég þekki nánast alla í hollenska liðinu, þannig að það verður mjög gaman fyrir mig að koma á æfingu,“ sagði Kolbeinn sem var ánægður með vinnuframlagið hjá íslenska liðinu. „Varnarlega séð vorum við að hlaupa fyrir hvern annan og við spiluðum sem lið. Það skein í gegn. Liðsheildin skilaði þessum sigri í kvöld. „Við vorum hættulegir þegar við sóttum, nýttum okkar færi og sigurinn hefði getað orðið stærri ef eitthvað var. Þeir áttu engin svör við leik okkar í kvöld,“ sagði framherjinn sem er að vonum ánægður með uppskeruna í undankeppninni til þessa. „Þetta er draumi líkast, að byrja svona vel, og vonandi getum við haldið áfram á sömu braut.“vísir/villiKári: Vildi frekar spila á móti þeim en Jóni Daða og Kolla „Þetta er lyginni líkast. Þetta var liðsheildar sigur. Þeir skapa tvö færi og annað þeirra var kolrangstæða. Annars var þetta sterkt. Ég hefði frekar viljað spila á móti þeim en Jóni Daða (Böðvarssyni) og Kolla (Kolbeini Sigþórssyni),“ sagði Kári Árnason sem fór mikinn í vörn Íslands í sigrinum á Hollandi í kvöld. „Við lögðum hann taktískt rétt upp. Við biðum eftir þeim og pressuðum þegar það átti við. Svo vorum við sterkir til baka og þeir sköpuðu fá færi á meðan við náðum að skapa hættu með skyndisóknum. „Við vorum kannski ekki bestir á bolta í öftustu línunni í kvöld en það skipti svo sem ekki máli. Við héldum hreinu og það er það sem skiptir máli,“ sagði Kári. Ísland var 2-0 yfir í hálfleik og snérist hálfleiksræða Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar um að halda ró sinni. „Þeir sögðu okkur bara að róa okkur niður og spila nákvæmlega eins og við gerðum í fyrri hálfleik. „Við vorum svo þéttir inni á miðsvæðinu líka. Það var erfiðara að spila boltanum aftur fyrir okkur þegar við féllum aftar. Við héldum línunni í réttri hæð allan leikinn fannst mér miðað við hvernig hann spilaðist,“ sagði Kári sem bjóst alveg eins við því að liðið væri með níu stig eftir þrjá fyrstu leikina. „Við vissum alveg að þetta væri hægt. Við vitum alveg hversu gott þetta lið er þegar við spilum okkar besta leik. Við hefðum tekið sjö stig fyrirfram en níu stig er betra.“ Kári hélt upp afmælið sitt í kvöld og man kannski eftir einni afmælisgjöf sem er betri en frammistaðan og sigurinn. „Ég held það bara fyrir utan skó sem ég fékk þegar ég var tíu ára,“ sagði afmælisbarnið.vísir/andri marinóJón Daði: Varnarleikurinn var stórkostlegur „Þetta er alveg frábært, frábær dagur fyrir íslensku þjóðina,“ sagði Jón Daði Böðvarsson sem átti magnaðan leik í framlínu Íslands gegn Hollandi á Laugardalsvelli í kvöld. „Varnarleikurinn var stórkostlegur. Við fundum okkur vel, allir sem einn, og það skilaði þessum sigri í kvöld,“ sagði Jón Daði, en komu Hollendingar honum á óvart í leiknum? „Nei, í sjálfu sér ekki. Við vissum að þeir væru virkilega góðir á boltanum og með vel spilandi lið. Þetta eru allt heimsklassa leikmenn. „Við framkvæmdum það sem við fórum yfir, lokuðum hættulegum svæðum og á hættulega leikmenn og mér fannst það ganga upp,“ sagði Selfyssingurinn sem skilaði mikilli og góðri varnarvinnu ásamt Kolbeini Sigþórssyni, félaga sínum í framlínu íslenska liðsins. „Við finnum okkur vel saman, eins og allt liðið. Varnarleikurinn byrjar á fremstu mönnum og við reynum að vinna vel fyrir liðið,“ sagði Jón Daði en uppgangur hans með íslenska landsliðinu hefur verið með ólíkindum. „Ég hef sagt það áður að þetta hefur gengið framar vonum. Þetta er búið að vera stórkostlegt og hefur gengið mjög hratt fyrir sig. Ég hef komið virkilega vel inn í hópinn og passa vel inn í leikskipulag liðsins. Mér líður virkilega vel í landsliðinu og er stoltur í kvöld“ sagði Jón Daði að lokum.vísir/andri marinóHannes: Kom ekki á óvart því við vitum hvað við getum „Ég vonaðist eftir þessu þó maður vissi svo sem ekkert við hverju var að búast. Þetta er frábært lið sem við vorum að spila við og ég heyrði inni í klefa að þeir væru nýbúnir að pakka Brasilíu saman 4-0,“ sagði Hannes Þór Halldórsson sem hélt hreinu í þriðja sinn í jafn mörgum leikjum í undankeppni EM 2016. „Það getur allt gerst á móti svona liði en við vitum hvað við getum og trúum á okkar hæfileika. Maður vonaðist eftir þessu en þetta er hálf ótrúlegt. Maður er enn að jafna sig á þessu. „Við erum góðir í að loka svæðum og verjast sem ein heild. Það sýndi sig í kvöld. Við lokuðum algjörlega á þá og þeir komust ekkert í gegnum okkur. Það gekk fullkomlega upp að loka svæðum og sækja hratt á þá,“ sagði Hannes sem þurfti þó að verja einu sinni frá Robin van Persie. „Það var gaman að pakka honum saman, ég neita því ekki. „Stemningin er frábær. Það gjörsamlega trylltist allt inni í klefa. Þetta hefur verið hógvær fagnaðarlæti eftir þessa sigra en það varð allt vitlaust inni í klefa núna. Við erum kannski búnir að sleppa af okkur beislinu,“ sagði Hannes sem viðurkenndi fúslega að markmiðið sé að tryggja sér sæti á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi 2016. „Við erum efstir í riðlinum með 8-0 markatölu og það væri fáránlegt að stefna ekki á það. Það er markmiðið og ekkert annað. „Maður bjóst svo sem alveg við því að (Arjen) Robben myndi ná að prjóna sig nokkrum sinnum í gegn og komast í hættulegar stöður. Það gerðist aldrei í leiknum. Það var ánægjulegt hvað okkur tókst að halda þeirra bestu mönnum niðri. Ég ætla ekki að segja að það hafi komið á óvart því við vitum hvað við getum. „Þetta var það sem við þurftum, að spila fullkominn varnarleik,“ sagði Hannes sem greip oft vel inn í þegar Hollendingar reyndu fyrirgjafir þó hann hafi ekki þurft að verja mörg skot. „Maður þarf að vera á tánum en auðvitað var vörnin að spila frábærlega og þeir komust í mjög fá opin færi. Það má kannski segja að miðað við liðið sem við vorum að spila við að maður hefði getað átt von á því að fá fleiri skot á sig,“ sagði Hannes. Ísland þurfti að gera skiptingu í hálfleik þegar vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason fór meiddur af leikvelli og Birkir Már Sævarsson kom inn á í hans stað. „Ari hélt honum (Robben) niðri í fyrri hálfleik og maður vissi ekki hvað myndi gerast í seinni hálfleik en Birkir tók við keflinu og gerði það nákvæmlega sama. Hann hélt Robben niðri með hjálp auðviðað liðsfélaga sinna. Þetta hafði engin áhrif. Svona er liðið okkur núna, það kemur maður inn sem þekkir hlutverkið og leysir það,“ sagði markvörðurinn snjalli.vísir/villiRobben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben.vísir/andri marinóBirkir Bjarna: 50-50 hvort þetta var víti Birkir Bjarnason fiskaði vítaspyrnuna sem Gylfi Þór Sigurðsson skoraði úr á 10. mínútu. Hann var að vonum sáttur eftir sigurinn gegn Hollandi. „Þetta var frábærlega skipulagður leikur hjá okkur. Þeir fengu eitt gott færi í fyrri hálfleik og svo man ég ekki hvort þeir hafi fengið eitthvað í seinni hálfleik. Þetta var fullkominn leikur hjá okkur,“ sagði Birkir sem var spurður um Arjen Robben, kantmanninn hættulega, sem íslensku strákarnir höfðu góðar gætur á. „Var hann að spila?“ sagði Birkir í léttum dúr. „Hann er frábær leikmaður, en við náðum að loka mjög vel á hann og þetta var frábær frammistaða hjá öllum.“ Eins og áður sagði náði Birkir í vítaspyrnu snemma leiks, en hver var aðdragandinn að henni? „Ég ákvað að reyna að fara framúr honum (Stefan de Vrij) og hann kemur við mig. Það var 50-50 hvort þetta ætti að vera víti,“ sagði Birkir sem er að vonum ánægður með byrjunina á undankeppninni. „Við erum búnir að bæta okkur gríðarlega, bæði í vörn og sókn, og það hefur sést í þessum þremur leikjum,“ sagði Birkir að endingu.
Íslenski boltinn Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti