
Tíu milljónir til hvers kúabónda
Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári.
Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni."
Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því."
Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum.
Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum.
Skoðun

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar

Flosi – sannur fyrirliði
Hannes S. Jónsson skrifar

Því miður, atkvæði þitt fannst ekki
Oddgeir Georgsson skrifar

Stigið fram af festu?
Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar

Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði!
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar

Óður til Grænlands
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR
Sólveig Guðjónsdóttir skrifar

Skrifræðismartröð í Hæðargarði
Dóra Magnúsdóttir skrifar

Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni!
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins
Högni Elfar Gylfason skrifar

Fáni okkar allra...
Eva Þorsteinsdóttir skrifar

Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun
Óli Jón Jónsson skrifar

Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram
Guðmundur Björnsson skrifar

Föstum saman, Ramadan og langafasta
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar