Tíu milljónir til hvers kúabónda Sigurjón M. Egilsson skrifar 11. október 2014 11:58 Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Kúabændur eiga í vök að verjast. Fram hefur komið í Fréttablaðinu að meðal bænda eru raddir sem segja að samband þeirra við neytendur sé þeim mikils virði og því megi ekki spilla. Undir þetta skal tekið. Velflestir bændur eru til mikillar fyrirmyndar, fara vel með landið og skepnurnar og framleiða dýrindisvöru. Sem neytendur hafa aldeilis sýnt að þeir meta að verðleikum. Við úrskurð Samkeppniseftirlitsins voru tjöldin dregin frá. Þá rifjaðist upp að árið 2004 samþykkti Alþingi lög, sem Guðni Ágústsson þáverandi landbúnaðarráðherra, flutti þess efnis að Mjólkursamsalan, sem hefur yfirburði á markaði, skyldi undanþegin samkeppnislögum, að hluta. Það eitt er hreint galið. Engir útreikningar eru til sem sanna að með því hafi hagur neytenda batnað. Bara ekki eitt einasta reikniblað rennir stoðum undir það. Í þá útreikninga sem talsmenn núverandi fyrirkomulags hafa lagt fram vantar svo mikið að útreikningarnir eru lítils virði. Það er hins vegar vandalítið að reikna út að samkvæmt meðaltali hefur verið greiddur um sex og hálfur milljarður til kúabænda á ári, sem er nú um 650. Sem segir að greiðslurnar til þeirra nema um tíu milljónum á hvert bú á ári. Guðmundur Steingrímsson alþingismaður hóf umræðu um mjólkina á Alþingi. Hann sagði þá meðal annars: „Kerfið sem við höfum komið á um landbúnaðarframleiðslu á Íslandi er að mörgu leyti úrelt og þunglamalegt. Maður þarf ekki að lesa lög um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum lengi til að sannfærast um að kerfið sé úrelt. Ég held að þessu hafi verið komið á í veröld þar sem óttinn við offramleiðslu var talsverður. Offramleiðslu gætti mjög mikið á 20. öldinni." Sigurður Ingi Jóhannsson landbúnaðarráðherra sagði á sama stað: „Á ekki samkeppni í framleiðslu, verðlagningu og sölu erindi inn á þetta svið matvælaiðnaðar eins og önnur? Alþingi svaraði þessari spurningu neitandi árið 2004 er varðar framleiðslu og verðlagningu á hluta mjólkuriðnaðarins svo að það sé nú líka tekið fram að það eru ekki allar vörur á markaði. Við skulum sjá hver niðurstaðan verður. Ég vil þó nefna að ég styð ekki brot á samkeppnislögum, hvorki í mjólkuriðnaði né á nokkru öðru sviði, en ég vil ítreka að kerfið er í skoðun og komi í ljós að úr þurfi að bæta mun þingið og ráðuneytið og sá er hér stendur væntanlega taka á því." Af öllum þeim sem verja núverandi fyrirkomulag er Sigurður Ingi kannski málefnalegastur. Hann ræður miklu og í krafti valdsins ætlar hann að láta meta stöðuna, hvort ekki sé tími til kominn að aflétta undanþágu Mjólkursamsölunnar frá samkeppnislögum. Kúabændur verjast umræðunni. Þeir hafa auglýst að MS sé eign 650 bænda í sveitum landsins og segjast þakklátir neytendum fyrir góð samskipti. Þeir skilja að traust verður að ríkja. Þeir vita að hver og einn þeirra fær að meðaltali um tíu milljónir króna frá neytendum, á ári að meðaltali, áður en þeir hefja mjólkurframleiðslu. Það eru miklir peningar og ekki síst þess vegna er öllum mikils virði að lifa saman í sátt. En hún má ekki vera lögþvinguð eða varin með rangindum af frekum körlum.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar