Handbolti

Ásgeir Örn verður með gegn Svartfjallalandi - konan búin að eiga

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ásgeir Örn Hallgrímsson gefur breidd hægra megin á vellinum.
Ásgeir Örn Hallgrímsson gefur breidd hægra megin á vellinum. vísir/afp
Ásgeir Örn Hallgrímsson, hægri skytta íslenska karlalandsliðsins í handbolta, verður með í leiknum gegn Svartfjallalandi á sunnudaginn.

Ásgeir Örn gaf upphaflega ekki kost á sér í fyrstu verkefni liðsins þar sem hann og konan hans áttu von á barni.

Næstu verkefni liðsins eru leikir gegn Ísrael á miðvikudaginn í Laugardalshöllinni og svo gegn Svartfjallalandi ytra á sunnudaginn.

„Konan hans Ásgeirs Arnar er búin að eiga þannig hann kemur til móts við liðið fyrir leikinn í Svartfjallalandi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, við Vísi á blaðamannafundi liðsins í dag.

Þetta er mikill styrkur fyrir íslenska liðið, sérstaklega varnarlega, en Ásgeir Örn hefur lengi verið einn besti varnarmaður liðsins. Þá gefur hann íslenska liðinu mikilvæga breidd hægra megin á vellinum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×