Handbolti

Ísrael tapaði síðasta æfingaleiknum fyrir Íslandsför

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur leik í undankeppni EM 2016 á miðvikudagskvöldið þegar það tekur á móti Ísrael í Laugardalshöllinni.

Ísrael spilaði vináttuleik við Finna í undirbúningi sínum fyrir leikinn í Laugardalnum, og tapaði með fimm marka mun, 32-27, eftir að vera 15-14 undir í hálfleik.

Finnar eru að undirbúa sig fyrir fyrsta leik gegn DegiSigurðssyni og hans lærisveinum í þýska landsliðinu.

Ísraelska landsliðið var án tveggja lykilmanna, að því fram kemur á vef handball-planet, en engu að síður ekki góð tíðindi fyrir lið Ísrael sem mætir strákunum okkar eftir tvo daga.

Íslenska liðið hefur æfingar í dag, en eftir leikinn gegn Ísrael ferðast það til Svartfjallalands og mætir þar heimamönnum í fyrsta útileiknum. Serbar eru einnig í riðlinum og mæta Svartfellingum á miðvikudaginn.

Hægt er að kaupa miða á leikinn í Höllinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×